Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Qupperneq 105

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Qupperneq 105
Á h e l j a r þ r ö m i n n i TMM 2009 · 2 105 Lísa og Mæja tæpa á vinskapnum í gamla daga, hann var ekki eins og þær vilja ímynda sér núna: „… það var ekki borgin sem ég flúði ég flúði ekki stríðið ég var að flýja þig,“ segir Mæja en fær lítil viðbrögð frá Lísu. Stundum verður textinn eins og ljóð, jafnvel ljóðaflétta, til dæmis þegar Mæja og Villi eru að tala saman, en Mæja talar um hljóð tímans sem líður, „stund er saumuð við stund”, og Villi um stríðið og hvorugt hlust- ar á hitt. Smám saman nær öryggisleysið yfirhöndinni, óttinn við aðsteðjandi ógn, óttinn við hungur og dauða. Orðlaus örvæntingin kom sterkast fram hjá börnunum sem leituðu styrks hvort hjá öðru og virtust stund- um vera samvaxin. Þau tala sitt eigið tungumál sem er kerfisbundin afbökun á tungumáli fullorðna fólksins, vel útfærð. Á sviðinu er stór plastkúla, gegnsæ, sem fólkið leitar inn í undir lokin og verður tákn fyrir það skjól sem við ímyndum okkur að við eigum á „safninu“ okkar. Í sýningunni varð grátlega ljóst hvað „skjólið“ er viðkvæmt, hversu auðvelt er að eyðileggja það, þarf ekki einu sinni sprengju til, títuprjónn myndi nægja. Í lokin blasir hungrið við en þá er ekki spurt um ástina eins og í Fjalla-Eyvindi Jóhanns Sigurjónssonar heldur mennskuna. Arthur Nauzyciel og Marie Darrieussecq hafa fengið allt sem þau báðu um þegar kom að því að setja verkið upp í Kassanum í Þjóðleikhús- inu, enda tóku Frakkar á sig aukinn hluta af kostnaði við sýninguna þegar leit út fyrir að bankahrunið kæmi í veg fyrir uppsetninguna. Marie valdi Sjón til að þýða verkið og samstarf þeirra bar prýðilegan árangur. Textinn er hnitmiðaður, í honum er hraði og dulin spenna sem kemur meðal annars fram í skorti á tengiorðum, hikorðum og greinar- merkjum, eins og sjá má á dæmunum hér að ofan. Af öðrum úrvals listamönnum sem koma að sýningunni má nefna að Barði Jóhannsson gerir tónlistina sem er fjölbreytt og áhrifarík, Giulio Lichtner sér um leikmynd og búninga og Scott Zielinski lýsir hvort tveggja. Samvinna þeirra var aðdáunarverð, allt efni varð blautt og framandi í ljósinu. Sviðshreyfingar sáu Erna Ómarsdóttir og Damien Jalet um, og Damien tók sjálfur eftirtektarverðustu „danssporin“ í sýningunni í hlutverki Bellu. Síðast en ekki síst eru leikarar í sýningunni greinilega sérvaldir. Stef- án Hallur Stefánsson og Margrét Vilhjálmsdóttir leika Karl og Mæju, gestina leika Elva Ósk Ólafsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson, Ívar Örn Sverrisson og Vigdís Hrefna Pálsdóttir, en þau síðastnefndu leika krakk- ana; hermanninn leikur Valur Freyr Einarsson. Leikstjórinn leggur mikið upp úr þöglum leik sem þessir fagmenn áttu í engum vandræðum með. Við skynjum frekar en við fáum tuggið ofan í okkur hvað þetta fólk TMM_2_2009.indd 105 5/26/09 10:53:28 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.