Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Síða 110

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Síða 110
110 TMM 2009 · 2 D ó m a r u m b æ k u r Guðrún Nordal Sturlunga Einars Kárasonar Einar Kárason: Ofsi, Mál og menning: Reykjavík. 2008. Frásögnin af Flugumýrarbrennu í Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar er vafa- laust ein áhrifamesta frásögn Sturlungu. Sturla undirbýr lýsinguna af brenn- unni af útsjónarsemi og listfengi hins mikla sögumanns. Hann raðar upp svipmyndum af sáttargjörð sinni og Gissurar Þorvaldssonar, fyrirboðum og beyg og kaldri frýju Þuríðar Sturludóttur sem rekur mann sinn Eyjólf ofsa út í hina hörmulegu brennuför. Hann dregur upp mynd af ríkmannlegri brúð- kaupsveislu Halls Gissurarsonar og Ingibjargar dóttur sinnar á Flugumýri sem snýst upp í ómælanlegan harmleik um leið og gestir hverfa á braut. Lýsingin á brennunni sjálfri er slík snilldarfrásögn að vart er hægt að hugsa sér að skýra megi frá hryllingi og grimmd með viðlíka stillingu í stíl og nákvæmni í svið- setningum. Við finnum hitann á okkar eigin skinni og getum vart dregið and- ann í reykjarkófinu með fólkinu á bænum. Þegar öllu virðist lokið beinir Sturla auga frásagnarinnar að Gissuri sem einn lifir í rústum bæjarins. Gissuri er lýst nánast með orðum hans sjálfs þar sem hann leynist í útihúsi í frostkaldri sýr- unni. Hann sleppur inn í kirkju hrollkaldur og hrakinn á sál og líkama og er snúið til lífs af Hallfríði garðafylju. Hápunkturinn er þó enn eftir er hann lítur líkamsleifar sonar síns og Gróu konu sinnar og menn sjá hagl stökkva úr augum hans. Hefndarinnar var ekki langt að bíða. Hvernig er hægt að gera þessu efni betur skil í skáldsögu? Er einhverju við frásögn Íslendingasögu að bæta? Verðum við einhvers vísari þó að við setjum frásögnina í nútímalegri orð? Getur rithöfundur á 21. öld bætt einhverjum dráttum við mynd manns sem lifði atburðina sjálfur? Frásögn Sturlu eru vita- skuld ýmsar skorður settar. Hann leyfir sér ekki að ólíkar persónur segi hug sinn með beinum hætti, þó að hann kunni ýmsar útsmognar aðferðir til að afhjúpa hugsanir og hvatir persónanna. Íslendingasaga er ekki skáldsaga eins og Ofsi Einars Kárasonar, en engu að síður er hún bókmenntaverk sem lýtur eigin frásagnarlögmálum, enda dregur Sturla hvergi dul á hverjum augum hann lítur atburði aldar sinnar. Það gerir Einar Kárason ekki heldur, en sjö hundruð og fimmtíu árum eftir atburðina getur hann tekið sér rýmra skálda- leyfi en Sturla sem skrifaði fyrir menn sem þekktu atburðina sjálfir, eins og Hrafn Oddsson sem leikur stórt hlutverk í Íslendingasögu og Ofsa, og lifði Sturlu sagnaritara. Í Íslendingasögu er Sturla eini sögumaðurinn, þó að fleiri raddir heyrist vissulega í ræðu og kveðskap, en í Ofsa ganga margar ólíkar TMM_2_2009.indd 110 5/26/09 10:53:28 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.