Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Qupperneq 111

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Qupperneq 111
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2009 · 2 111 persónur fram á sviðið, háar sem lágar, og opna hug sinn, lýsa tilfinningum og skoðunum. Einar Kárason rýnir af miklu næmi inn í kviku persónanna og rekur rætur grimmdarverksins á Flugumýri til skaplyndis og geðslags þeirrar persónu sem safnaði liði gegn Gissuri og saga Einars ber nafn sitt af. Ofsi geym- ir safaríka og margslungna lýsingu á þeim atburðum sem urðu á Íslandi árin 1252–3. Það er snilld Einars að ramma frásögnina af Flugumýrarbrennu með Eyjólfi ofsa Þorsteinssyni frá Hvammi í Vatnsdal. Eyjólfur var ekki í hópi mestu höfð- ingja á Íslandi á Sturlungaöld en gekk þó um tíma næstur Þórði kakala og átti laungetna dóttur Sturlu Sighvatssonar, Þuríði Sturludóttur. Hvers vegna gekk Eyjólfur gegn langþráðum sáttum Sturlunga og Gissurar? Sturla skýrir brenni- för Eyjólfs með því að Þuríður kona hans hafi eggjað hann til voðaverksins að hætti kvenna Íslendingasagna. Sú söguskýring er einföldun á flókinni póli- tískri atburðarás en sýnir engu að síður hvernig frásagnarháttur Sturlu er steyptur í mót Íslendingasagna, ekki síst á þeim stöðum í frásögninni þegar mikið liggur við. Einar Kárason leitar hins vegar skýringarinnar í skapbrestum Eyjólfs og geðsveiflum sem slævðu dómgreind hans og sjálfsöryggi og teymdu hann loks út í ógæfuna. Ofsi fjallar ekki aðeins um brennuna, þó að sú frásögn sé vissulega hápunktur sögunnar, heldur afhjúpar skáldsagan mannlega veik- leika og bresti, miskunnarleysi og minnimáttarkennd og þau takmörk sem verkum mannanna eru sett. Uppbygging Ofsa er markviss. Skipta má skáldsögunni í sex hluta: inngangs- kafla í fimm köflum, fjóra meginhluta og þriggja kafla eftirmála eftir brenn- una. Partarnir sex eru greindir í sundir með fimm innskotum, tíðindagrein úr uppdiktuðum Hegranessannál frá árinu 1253 og fjórum fréttabréfum Heinreks Hólabiskups til Hákonar gamla Noregskonungs. Innskotin eru mjög vel heppnað frásagnarbragð. Þau setja atburði sögunnar í sögulegt samhengi og leiða lesendur í gegnum flækjur frásagnarinnar. Innskotin geyma einnig sjónar horn gestsins og eru því skemmtilegt mótvægi við frásagnir þess íslenska fólks sem hrærðist í atburðunum miðjum og hefur orðið í sögunni. Hinn norski Heinrekur kom til Íslands á skipi með Þorgilsi skarða Böðvarssyni og Gissuri Þorvaldssyni árið 1252 og tók þá við biskupsembætti á Hólastað. Í bréf- unum gefur Heinrekur konungi skýrslu af landsháttum og þjóðfélagsástandi á Íslandi og þykir deilur Íslendinga næsta óskiljanlegar og óvenju heiftúðugar. Hann rekur fyrir kóngi hvernig atburðum vindur fram og hvernig óvæntar sættir virðast takast á Flugumýri til þess eins að fuðra upp í eldi einum degi síðar. Heinreki sýnist ekki eftirsóknarvert fyrir konung að innlima þessa óóútreiknanlegu og sérlunduðu útkjálkaþjóð inn í norska konungsríkið. Í fimm fyrstu köflunum ganga þrjár lykilpersónur fram, Eyjólfur Þorsteins- son fyrstur, síðan Gissur og loks Þuríður Sturludóttir. Eyjólfur hefur orðið þrisvar en Gissur og Þuríður einu sinni hvort um sig. Slegið er markvisst á strengi óöryggis, óróleika og nagandi efa í þáttum Eyjólfs, en á milli hljóma raddir Gissurar og Þuríðar. Gissur er í Noregi og hugsar leiðir til að koma á friði á Íslandi en Þuríði er efst í huga hefndin eftir föður sinn, hefndin sem TMM_2_2009.indd 111 5/26/09 10:53:28 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.