Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 112

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 112
D ó m a r u m b æ k u r 112 TMM 2009 · 2 mun fullkomnast í lok sögunnar. Þessar tvær andstæðu tilfinningar fléttast inn í alla söguna; þráin eftir friði og sáttum og sá djúpi sársauki sem grimmdar- verk aldarinnar skilja eftir sig og gefur engin grið. Rétt eins og í Íslendingasög- um vekja fyrstu kaflar Ofsa hugboð um þá sögu sem í hönd fer. Jafnvel þó að Eyjólfur tengi söguna alla saman og sé gerandinn í grimmd- arverkinu miklu, er hann ekki í aðalhlutverki í helstu atburðum sögunnar. Hann tekur ekki þátt í lánlausri suðurför Hrafns og Sturlu og illu heilli er hann ekki hafður með í ráðum í sáttargjörð Sturlu og Gissurar. Í öllum sex pörtum sögunnar er þó vikið að Eyjólfi. Eftir inngangsþáttinn er einn kafli í hverjum hluta sögunnar helgaður honum og þannig lifir grunurinn sem vakinn er í inngangi sögunnar. Dregnar eru upp áleitnar myndir af skaphöfn hans, taum- lausri gleðinni eina stundina og myrkrinu í sálinni þá næstu. Einar lýsir af einstökum skilningi hvernig þrengist um hugsanir Eyjólfs þar til að eggjun Þuríðar verður honum um megn. Þegar kemur að brennunni sjálfri er hann eiginlega horfinn sögunni, enda kominn á vald svörtu hundanna; við sjáum hann ekki í bardaganum fyrr en brennumenn hverfa á braut. Kaflar skáldsögunnar bera nöfn einstakra persóna sem hver um sig lýsir atburðum og persónum frá sínu sjónarhorni. Skipta má persónunum í fjóra hópa. Í þeim fyrsta eru aðalpersónur sögunnar eins og Eyjólfur ofsi og Þuríður Sturludóttir, Gissur og kona hans Gróa Álfsdóttir, Hrafn Oddsson, Helga Þórðar dóttir, kona Sturlu Þórðarsonar, og Kolbeinn grön Dufgusson, einn hinn hugrökku Dufgussona. Næstar er að telja persónur eins og Ingibjörgu Sturludóttur, Hall Gissurarson, Ásgrím Þorsteinsson, Þorstein grenju og Hall- fríði garðafylju. Þriðja hópinn fylla þær persónur sem standa að nokkru utan við frásögnina en bæta við nýjum sjónarhornum, eins og Þorsteinn Hjálmars- son á Breiðabólsstað, Sólmundur í Djúpadal og Hólmsteinn á Ökrum, en í þeim fjórða eru gestirnir, Heinrekur biskup og annálaritarinn tilbúni. Frásagnir persónanna eru yfirleitt sannfærandi og tekst Einari að gefa hverri og einni sín sérkenni. Athyglisverðastar eru tilraunir Einars til að gefa þeim orðið sem fá ekki að mæla í Íslendingasögu Sturlu, eins og konum og lægra settum bændum. Í þeim lýsingum nýtur hugarflug hans sín best og þar kallast skáldsagan eftirminnilega á við texta Sturlu. Þrjár höfðingjakonur lifna við í bókinni. Gróa Álfsdóttir birtist við hlið Gissurar í frásögn Sturlungu en tekur hvergi til máls þó að hún sé vissulega sýnileg á Flugumýri og í brennunni. Í Ofsa stígur hún fram, hógvær en þó gagnrýnin, og áhersla er lögð á fríðleika hennar. Í köflum hennar og Hallfríðar garðafylju verða til nánast upphafnar myndir af efnilegum sonum Gissurar sem uxu úr grasi á meðan Gissuri dvald- ist um sex ára skeið í Noregi. Allt önnur og andstæð heimilismynd blasir við í frásögn Þuríðar Sturludóttur. Hún er hvöss í gagnrýni sinni á mann sinn; skaphörð og afdráttarlaus í skoðunum, enda fær Einar lánaða drætti úr mynd Steinvarar föðursystur hennar í Sturlungu. Á bæ Eyjólfs og Þuríðar ríkir ekki ró eða hamingja, þar eru engin börn að leik umvafin ástríki móður og Hall- fríðar fóstru; heldur eltir heimilisfólkið skugginn af hrottalegum vígum á Örlygsstöðum og þeir atburðir ítrekað rifjaðir upp af Þuríði og móður hennar TMM_2_2009.indd 112 5/26/09 10:53:28 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.