Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Qupperneq 113

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Qupperneq 113
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2009 · 2 113 Vigdísi, frillu Sturlu Sighvatssonar. Þriðja konan er Helga Þórðardóttir, dóttir hinnar miklu kempu Jóreiðar Hallsdóttur í Sælingsdalstungu. Helga stígur tvisvar fram í sögunni. Fyrri kaflinn geymir óborganlegar lýsingar á Sturlu sagnaritara, en í þeim síðari mælir harmi slegin móðir þegar hún hugsar til dóttur sinnar nýsloppinnar úr hildarleiknum á Flugumýri og um fáranleika sáttanna. Það er gaman að velta fyrir sér hvaða sögumenn Einar velur. Framan af eiga aðalpersónurnar sviðið en eftir tilvitnunina í Hegranessannál, þar sem lýst er fyrirboðum í aðdraganda Flugumýrabrennu, víkur sögunni norður í Skaga- fjörð. Fjölgar þá innslögum frá öðrum einstaklingum og sagan verður um leið fjölbreyttari og kvikari. Hispurslaus frásögn Sólmundar í Djúpadal af grimmi- legri útreið Skagfirðinga í Flóabardaga og á Haugsnessfundi er einstaklega áhrifarík. Svo er einnig um kaldranalegan kafla Hólmsteins bónda á Ökrum sem vaknar upp og sér elda brenna á Flugumýri. Eftir að hafa ráðfært sig við Sólmund ákveður hann að láta höfðingjana um að drepa hver annan – enda er Gissur utanhéraðsmaður. En hvernig lýsir Einar brennunni? Hann fylgir í raun mjög náið lýsingu Íslendingasögu í brennuköflunum og fer vel með safaríkan texta Sturlu, bætir inn drætti hér og þar en fellur ekki í þá gildru að búa til nýjar sviðsetningar sem gætu jaðrað við tilfinningasemi. Frásögn Einars verkar eins og tilbrigði um stef, en þungur hljómur Íslendingasögu ómar alls staðar í gegn. Einar legg- ur lýsinguna af brennunni í munn aðeins fjórum viðstaddra, tveimur brennu- mönnum og tveimur konum sem lifðu brennuna af. Þorsteinn grenja vann sér til frægðar í Íslendingasögu að hrinda Gróu í eldinn og verður hann í sögu Ein- ars ímynd illmennisins í brennunni sem eggjar til vondra verka og sér ekki hið góða í neinum manni. Myndin af Þorsteini jaðrar við að vera of einsleit í illsku sinni. Andstæða Þorsteins er hetjan Kolbeinn grön. Kolbeinn kemur fram á nokkrum stöðum í Ofsa. Hann fylgdi Eyjólfi einn bræðra sinna í brennuför- inni og er frásögn hans af atburðinum af allt öðrum toga en Þorsteins, hetjuleg og raunsæ en angurvær í senn. Honum tókst að drepa Árna beisk og hefna þar með Snorra, og bjarga Ingibjörgu úr eldinum. Það vekur athygli að Gissur lýsir ekki brennunni og þeim harmi sem hann verður fyrir, heldur beinir Einar kastljósi sínu að tveimur heimiliskonum á Flugumýri, hinni þrettán vetra Ingi- björgu Sturludóttur og Hallfríði garðafylju. Síðustu orð Gissurar er ræðan sem hann flytur í brúðkaupinu; eftir það mælir hann ekki í sögunni. Við sjáum hann og Gróu aðeins með augum Ingibjargar og Hallfríðar sem bjargaði lífi Gissurar í kirkjunni. Lesandi saknar þess ekki fyrr en hann sleppir bókinni að einn sögumann vantar í Ofsa: Sturlu Þórðarson sagnaritara. Jafnvel þó að Ofsi segi í öllum aðal- atriðum sömu sögu og Íslendingasaga þá er eins og Einar nálgist Sturlu af of mikilli varfærni. Hann reisir sögu sína á orðum Sturlu Þórðarsonar í Íslend- ingasögu en gengur ekki svo langt að gefa honum orðið í skáldsögunni. Sturla er engu að síður bráðlifandi í Ofsa; snjallar setningar eru fengnar að láni úr Íslendingasögu og honum er lýst af list og næmi. Þær lýsingar hitta beint í mark TMM_2_2009.indd 113 5/26/09 10:53:29 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.