Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Síða 117

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Síða 117
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2009 · 2 117 stúlku. Svona hefur t.d. Björg, vinkona Lóu, eftir lýsingu Margrétar á tilvistar- kvölinni sem þjakar hana: Ég get ekki sagt þér nákvæmlega það sem hún sagði því það var frekar ruglingslegt. En það sem hún meinti var að hún væri rekin áfram af löngun í eitthvað sem væri tært og fullkomið. Að hungrið opnaði eitthvert tómarúm innan í henni sem hleypti ljósi og ryki þangað sem yfirleitt fyndist hvorki ljós né ryk. Hún sagðist sjá fyrir sér parketlagðan balletsal á tíundu hæð einhvers staðar í New York. Þar skini sólin á ská inn um gluggann síðdegis, félli inn á gólfið eins og keila full af svífandi ryki og þar væri kyrrðin óendanleg. Og þótt drungaleg depurð héngi þar yfir öllu væri þar bara svo mikið pláss. (119) Lýsingin er jafn heillandi og hún er sláandi, og lesanda er veitt vel mótuð og úthugsuð innsýn í hugarheim Margrétar. Þá skapar Guðrún Eva þráð á milli persóna bókarinnar sem allt í senn gefur í skyn tengsl þeirra og ýjar að undir- liggjandi þema verksins, en það er gert með tómleikamyndinni sem birtist í tilvitnuninni hér að ofan og virðist þegar nánar er að gáð umlykja flesta í sög- unni (áðurnefnd Björg er að ganga í gegnum sambandsslit, sérkennilegur aðdáandi Sveins, Lárus, á sér ekkert líf, Lóa er á góðri leið með að týna sér í flöskunni, móðir hennar er nýorðin ekkja og svo mætti lengi telja). Sama á við um þrána eftir einhverju sem gerir veruleikann fallegri, eða léttbærari, eða jafnvel bara þolanlegan. Tilvistarkreppa og sjúkdómur Margrétar er vitanlega skýrasta dæmið um uppreisn gegn veruleikanum, og lífinu, og sama á við um „sköpunarverk“ Sveins, dúkkurnar. Það að tómleikinn sé í tilviki Margrétar eftirsóknarverður er skýrlega sjúkdómseinkenni og ballettengingin ítrekar höfnun hennar á eigin líkama og þá einkum kvenleikanum sjálfum, en höfn- unin er þó tvíræð því hér er einnig skírskotað til líkamsþráhyggjunnar sem að einhverju leyti má finna í ballet og leitinni eftir agaðri líkamsfullkomnun. Andúð litar einnig samband Sveins við sitt holdlega sjálf, á einum stað segir hann t.d. að honum líði „og hann [sé] ekki annað en hylki utan um óþægindi sín og smáskítlegar sorgir“ (97) og gefur þannig í skyn þann tómleika sem ein- angrun hans bæði felur og raungerir; á öðrum stað lýsir hann manni sem hann á í stuttlegum samskiptum við sem „hylki utan um ekki neitt“ (140). Ekki er nóg með að hægt sé að lýsa dúkkunum sem Sveinn framleiðir með þessum sömu orðum heldur skírskotar tómleikatilfinningin væntanlega einnig til við- skiptavina Sveins. Þar kemur einmitt að þeirri félagslegu athöfn sem stundum er haldið fram að gagnist best í baráttunni við tómleikann og það er neysla, en Lóa starfar einmitt á auglýsingastofu. Sögumaður lýsir vinnu hennar og vinnusemi svona: „… þegar hún var þar ekki [í vinnunni] var hún með hálfan hugann við þær hugmyndir sem byltu sér innra með henni; ljótar, grófar og vandræðalega klénar þar til aldan í vitundinni hafði pússað þær. Og þá, skín- andi lýtalausar vöktu þær þrá í hjarta venjulega, þreytta fólksins sem langaði í hlutdeild af áreynslulausri fegurðinni. Nei annars, fegurðin var ekki annað en dyragætt og loforð um annars konar sælu, rétt handan við dyrnar“ (111). Sælan er alltaf handan við næsta horn, og síðasta hornið, eins og Margrét virðist vita, TMM_2_2009.indd 117 5/26/09 10:53:29 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.