Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Síða 120

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Síða 120
D ó m a r u m b æ k u r 120 TMM 2009 · 2 Atli Bollason Þar sem kettir lifa og deyja Hermann Stefánsson: Algleymi, Bjartur, 2008. Rithöfundurinn Guðjón Ólafsson opnar augun eftir fjörutíu daga meðvitundar- leysi og „hvít veröld hrynur inn í huga hans, samhengislaus og framandi“ (7). Hann er á sjúkrahúsi og hefur misst minnið og raunar málið líka. Hann veit ekki hvað kom fyrir hann og man ekki nema brot og brot úr lífi sínu. Smám saman fær hann þó málið aftur og brotin taka að raðast saman á ný. Hann fær að fara heim og eyðir dögunum með óráði í vinnuherbergi sínu þar sem hann „gengur frá bókaskápnum og út að glugganum og svo frá glugganum að bóka- skápnum“ (41 og víðar). En í vinnuherberginu virðist tilvera Guðjóns nú ekki aðeins sett saman úr reynslu hans, heldur einnig reynslu fjölmargra annarra. „Það er eins og ég sé ekki einn heldur margir“ (29) segir hann Karli, lækninum sínum. Hann fær sýnir; hann verður skyndilega Hannes Hafstein sýslumaður á siglingu til móts við breskan botnvörpung að veiðum í landhelgi Íslands (104) eða Guðmundur Hannesson læknir (94) að hlúa að geðveikri konu snemma á síðustu öld. Einn daginn er hann Davíð Stefánsson frá Fagraskógi (137) og þann næsta Michel de Montaigne (121) eða Rúdolf von Habsburg (128). Ekkert fékk staðist stundinni lengur. Guðjón rann út í sand og féll niður fossa og gerði ekki greinarmun á sjálfum sér og öðrum, skáldsagnapersónum og sögulegum. (18) Sorgleg en spaugileg tilvera Guðjóns eftir slysið minnir á sjónvarpsþætti sem voru sýndir hérlendis og víðar í upphafi tíunda áratugarins og nefndust Quant- um Leap (eða Ferðast um tímann í innblásinni snörun Stöðvar 2). Þættirnir sögðu af bandaríska vísindamanninum dr. Samuel Beckett (alls óskyldur leik- skáldinu írska) sem stóð að tilraun um tímaflakk. Fyrir slysni festist Beckett í tímalykkju og tók „skammtastökk“ innan hennar. Ekki ólíkt Guðjóni tók hann sér bólfestu í líkama annarra þar sem hann varð að bæta eða „leiðrétta“ eitt- hvað sem hafði farið úrskeiðis í lífi viðkomandi. Að því loknu fluttist hann í annan líkama og við tók nýtt ferli þess að komast að því hver hann væri, hve- nær, og hvert verkefnið væri. Þessu fylgdi minnisleysi og öll tilfinning fyrir hefðbundinni línulegri framvindu var horfin út í veður og vind, alveg eins og hjá Guðjóni sem er nú ómögulegt að halda þræði: [Karl læknir] tekur að segja frá einhverjum rannsóknum og það næsta sem ég veit er að ég er að tala í símann við einhvern annan. „Hver er þetta?“ „Þetta er ég , Guðjón, pabbi þinn.“ (103) TMM_2_2009.indd 120 5/26/09 10:53:29 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.