Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 123

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 123
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2009 · 2 123 tvo eða þrjá áratugi. Þrátt fyrir metnaðinn eru hún þó síður er svo hátíðleg eða þung aflestrar, þvert á móti er hún eins og fyrr var vikið að nokkuð hefðbund- in að forminu til, framvindan er nokkurn veginn línuleg og í tímaröð og bókin er oft ansi fyndin. Hermann kann að skrifa og fyrir hvern þann kafla sem framkallaði geispa (og þeir voru nokkrir) voru margir mjög vel skrifaðir. Þótt sögu um svo flókið efni eins og sjálft gangvirki tímans hefði kannski hentað óheflaðra form sem endurspeglar hugmyndir skammtafræðinnar betur þá (eins þversagnakennt og það kann að hljóma!) situr Algleymi í manni. Árni Óskarsson Make love, not war Hallgrímur Helgason: 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp, JPV, 2008. Hallgrímur Helgason er kunnur af því að fá óvenjulegar hugmyndir og færast mikið í fang við ritun skáldsagna sinna. Þessi nýja bók hans er þar engin undantekning. Hann hefur sett sér það torsótta markmið að skrifa eins konar nútímaútgáfu af sögu Páls postula, sögu um syndir og yfirbót, en frá jarðnesk- um fremur en trúarlegum sjónarhóli og innan ramma gamansögu. Hér er greint frá króatískum leigumorðingja í New York sem hefur brennt brýr að baki sér og neyðist til þess að leggja á flótta og taka flugvél til Reykja- víkur. Þar taka á móti honum íslensk trúboðshjón sem halda að hann sé bandaríski predikarinn sem þau áttu von á en hann hefur myrt áður en hann lagði af stað. Brátt kemst þó upp hver hann er í raun, hann verður að fara huldu höfði. Um svipað leyti fær hann fregnir af því að unnusta hans í New York hafi verið myrt á hrottafenginn hátt. Hann þarf að horfast í augu við fortíð sína og leita ásjár hjá kristnum sértrúarmönnum. Snemma í sögunni vitnar Goodmoondoor, sjónvarpspredikarinn sem tekur á móti sögumanni við komuna til landsins, í Postulasöguna, 9. kafla þar sem segir frá Sál frá Tarsus, þessum óbreytta alþýðumanni sem starfaði sem böðull í umboði Rómarkeisara, og þeir sendu hann til Damaskus, þar sem hann átti að færa kristna menn í […] böndum til Jerúsalem. En þegar hann var á ferð sinni kominn í nánd við Damaskus leiftraði skyndilega um hann ljós af himni. Hann féll til jarðar og heyrði rödd segja við sig: „Sál, Sál, hví ofsækir þú mig?“ Og Sál svaraði: „Hver ert þú?“ Og röddin svaraði: „Ég er drottinn, sem þú ofsækir.“ Og drottinn skipaði honum að hætta að ofsækja kristna menn og Sál var blindur í marga daga, þar til drottinn sendi Ananías til hans. Og Ananías kom til hans og sagði honum að sjá á ný. Og Sál varð að Páli. Böðullinn gerðist hægri hönd guðs og varð næstráð- TMM_2_2009.indd 123 5/26/09 10:53:29 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.