Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Qupperneq 127

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Qupperneq 127
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2009 · 2 127 Sveinn Einarsson Bókin um Lárus Pálsson Þorvaldur Kristinsson: Lárus Pálsson leikari, JPV útgáfa, 2008. Þessi bók er fagnaðarefni. Hún er það af ýmsum orsökum. Í fyrsta lagi er hún ágætt framlag til þess að kveða niður þann gamla draug að enginn sé eins dauður og dauður leikari. Og víst er um það að leiklistin, þessi hverfula list augnabliksins, á erfiðara með að verja sig og sína minningu hjá eftirkomandi kynslóðum en bæði ljóðinu og tónverkinu og málverkinu er unnt. En er list Mikhaíls Fokin, Isadoru Duncan eða Mary Wigman að minni fyrir það að þau standa ekki lengur á sviðinu, svo að tekið sé nú dæmi af annarri listgrein sem á undir sama högg að sækja? Getum við yfirleitt skilið framvindu nútímadanslistar án þess að hafa þekk- ingu í þeirri nýsköpun sem þessir þrír listamenn höfðu fram að færa. Sigurður Nordal skrifaði einu sinni fræga ritgerð um samhengið í íslenskum bókmennt- um. Síðar hafa aðrir fræðimenn bent á samhengið í íslenskri myndlist og íslenskri tónlist. Saga íslenskrar leiklistar – ef við notum orðið leiklist sem er auðvitað hlaðið verðmætamati – er stutt; það er ekki fyrr en á fyrstu tveimur áratugum tuttugustu aldar sem hún nær þeim mæli að kinnroðalaust sé hægt að tala um list. Síðan er í þeirri sögu samhengi. Einn þeirra sem hvað mest lögðu af mörkum í að viðhalda því samhengi fram á okkar daga var einmitt Lárus Pálsson. Sem leikari og ekki síður sem leikstjóri. En það segir sitt að í bókartitlinum er hann nefndur leikari, svo sem venja var um hans daga, þó að afrek hans sem leikstjóra væru ekki minni. Leikstjórinn hefur einhvern veginn alltaf verið ósýnilegri hér á landi, þó að svo sé ekki víða erlendis. En Lárus og Indriði Waage byggðu einfaldlega upp það sem í dag er kallað nútímaleiklist á Íslandi, sambærilega við leiklist nágrannalandanna. Höfum við löngun til að gleyma því, efni á að gleyma því? Getum við yfirleitt skilið okkur sjálf ef við, fyrirgefið orðbragðið, gefum skít í rætur okkar? Á okkar dögum eru hæstustig lýsingarorða svo ofnotuð og misnotuð að það þarf að kveða sterkt að til að koma boðskap inn í moðhausa. Miðlungs gaulari er kall- aður stórsöngvari á síðum blaðanna. Bókin er fagnaðarefni fyrir þær sakir að lítið hefur þrátt fyrir allt verið skrif- að um íslenska leiklist af fræðilegri könnun og þekkingu. Fyrir utan almenna leiklistarsögu og bækur til dæmis um einstök leikskáld er ekki úr miklu að moða. Að viðtalsbókum sem þeir Njörður P. Njarðvík og Ólafur Jónsson skrif- uðu um þá Harald Björnsson og Brynjólf Jóhannesson, sem báðir voru sam- verkamenn Lárusar þótt eldri væru, er auðvitað mikill fengur. En það er á annan máta, listamenn lýsa í samtölum mönnum og málefnum eins og það kom þeim fyrir sjónir. Nokkrar yngri bækur af sama toga hafa einnig heim- ildagildi, en því miður er um sumar slíkar bækur að segja að frá leiksögulegu TMM_2_2009.indd 127 5/26/09 10:53:30 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.