Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 129

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 129
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2009 · 2 129 eru ekki hamingjusamari en aðrir menn, þó að ungir og efnilegir leiklistar- nemar geri sér oft vonir um slíkt. Þegar Lárus kemur heim með Petsamo til starfa hér í Iðnó við þröng kjör, voru honum eigi að síður búin betri skilyrði en öðrum samstarfsmönnum, og ég er ekki viss um að það komi nægilega skýrt fram í bókinni að það kostaði fórn af hálfu hinna sem kannski voru búnir að berjast fyrr á sviðinu á annan áratug – í hjáverkum. En þeir gerðu sér einfald- lega grein fyrir, að þarna kom til þeirra vel menntaður og hæfileikaríkur atvinnumaður. Valið reyndist rétt. Fimmti áratugurinn var blómaskeið hjá Leikfélagi Reykjavíkur og stærstan hlut þar átti Lárus, fyrst og fremst sem leikstjóri, þó að hann léki jafnframt mörg rómuð hlutverk. Í ljósi þess verður kannski að skoða þá tilfinningu vonbrigða á fyrsta reglulega leikári Þjóðleikhússins sem Þorvaldur lýsir í bókinni og vitnar í bréf til danska leikstjórans Edwins Thiem- roth, vinar Lárusar. Í fyrsta lagi var Lárus í hópi þeirra sem sóttu um starf Þjóðleikhússtjóra, en fyrir valinu varð maður sem ekki hafði starfað að leiklist. Í öðru lagi gat Lárus nú ekki lengur valið sér í sama mæli verkefni sem leik- stjóri, en í samningi hans við L.R. mátti hann velja eitt slíkt á hverju leikári. Í þriðja stað mun einnig mega lesa úr þessum skrifum vonbrigði hans yfir því að honum, sem hafði alið upp nýja kynslóð íslenskra leikara með leikskóla sínum, skyldi ekki falið að veita hinum nýja Leiklistarskóla Þjóðleikhússins forstöðu, starf sem leikhússtjórinn, sem ekki var fagmaður, tók að sér. Í fjórða lagi lýsa þau óþoli leikara vegna verkefna og hlutverkaskipunar, óþoli sem er skiljanlegt og oft sárt, því að í þeim efnum er veröldin grimm. Og listamenn ofurvið- kvæmir og Lárus þar engin undantekning. En hins vegar verður að segjast eins og er að þetta umrædda leikár, sem hér er tekið sem dæmi, kom eigi að síður glæsilega út fyrir Lárus, og kannski hefði einhver verið ánægður. Sú opnunarsýning sem mesta athygli hafði vakið, Íslandsklukkan, gekk þetta haust 1950 og langt fram eftir vetri við ómældar og verðskuldaðar vinsældir. Hann stýrði um haustið léttvægum en geðþekkum gamanleik, Pabba, með þeim hjónum Alfreð Andréssyni og Ingu Þórðardóttur á hátindi listar sinnar, og hann stýrði einu athyglisverðasta leikriti þeirra ára, Flekkuðum höndum eftir Jean-Paul Sartre í minnisverðri sýningu. Í viðtali við Guðlaug Rósinkranz eftir að hann kom að utan þar sem hann hafði verið að kynna sér leiklist og hvað væri nýjast á boðstólum (Tíminn 22. júní 1949) nefn- ir Guðlaugur að hann hafi í utanferð sinni í Bretlandi og á Norðurlöndum séð 32 leiksýningar en nefnir sérstaklega þrjú leikrit: Sporvagninn [Tennessee Williams], nýtt leikrit eftir SØnderby [hér mun um að ræða Konu ofaukið, sem var tekið aftur til sýninga á Konunglega leikhúsinu þetta leikár og sýnt svo í Reykjavík í árslok 1950 í leikstjórn Indriða Waage] – og Flekkaðar hendur. Verður því að álykta að Guðlaugi hafi verið kappsmál að sýna þetta leikrit Sartres, en hins vegar var það ekki að skapi öllum vinstri mönnum, því að þar takast á flokkshollusta og praktískir pólitískir hagsmunir þegar breytt er um dægurstefnu. Sjálfur bannaði Sartre sýningar á þessum leik nokkru síðar og stóð það bann í áratugi. Þetta er nefnt hér sem dæmi. TMM_2_2009.indd 129 5/26/09 10:53:30 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.