Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Side 130

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Side 130
D ó m a r u m b æ k u r 130 TMM 2009 · 2 Annars verður þó að álíta að aðalleikstjórar Þjóðleikhússins hafi í krafti fagþekkingar sinnar og reynslu haft töluvert að segja um verkefnaval fyrstu árin, og bendir margt til þess, þó að það yrði of langt mál að rekja hér. En í viðbót við þessi leikstjórnarverkefni átti Lárus á þessu sama leikári 1950–51 tvö af bestu hlutverkunum á á öllum sínum glæsta ferli, Kalla prins í Heilagri Jóhönnu Shaws, þar sem hann sló sjálfri Önnu Borg við, og Argan í Ímyndunar- veikinni, þar sem stíltilfinning hans og hárfínt, fágað skopskyn naut sín til fullnustu. Hann var bókmenntanna maður og sagði síðar frá því þeim sem hér heldur á penna að bókmenntanámskeið sem hann sótti þegar í Menntaskólanum hefði kveikt þann áhuga og haft áhrif á að hann valdi að fara út á leiklistarbrautina. Sjálfur hefur hann lýst á gamansaman hátt í bók um danska leikarann Holger Gabrielsen, sem var kennari hans, hversu lítið upplagt Gabrielsen þótti að hann væri lagaður til slíks. Þorvaldur gerir ágæt skil námi og ferli Lárusar í Danmörku, en litla leik- húsið hans Sams Besekow í Riddarasalnum á Friðriksbergi var fjörefnagjöf í danskt leikhúslíf undir stríð og má sjá hvernig þau listrænu leiðarljós sem þar voru í hávegum höfð fylgja Lárusi síðar á listferlinum; bæði á þetta við um verkefnaval og fagurfræðilega nálgun. Listamaðurinn á ekki að vera eyland, sannur húmanisti er enginn sá sem ekki lætur sig örlög meðbræðranna skipta og fjallar um þá í list sinni. Tímarnir örvuðu auðvitað til slíkrar afstöðu. En hjá Lárusi situr andinn í fyrirrúmi, ekki áróðurinn, og nútímaverk sem hann valdi sér, eins og Hái-Þór eftir Maxwell Anderson, Á flótta eftir Ardrey, Orðið eftir Kaj Munk og Jónsmessudraumur á fátækraheimilinu eftir Pär Lagerkvist fjalla öll um það sem Kjarval orðaði einu sinni svo: Það er ábyrgðarhlutur að lifa. Svo að ekki sé minnst á verk eins og Í deiglunni og Horft af brúnni eftir Arthur Miller á Þjóðleikhúsárunum. Jafnframt var Lárus meiri nýjungamaður í svið- setningum sínum en menn hafa almennt gert sér grein fyrir og má benda á Kaupmanninn í Feneyjum og Bæinn okkar sem dæmi þess hvernig hinni land- lægu raunsæisumgjörð var varpað fyrir róða. Hann hóf sígild leikverk að nýju til verks, eftir nærfellt 20 ára hlé frá því að Indriði Waage réðst af stórhug í að sýna fyrstu Shakespeareleikritin á Íslandi. Þrjár af markverðustu sýningum á verkum heimsbókmenntanna sem sáu dagsins ljós í Iðnó á fimmta ártugnum voru undir stjórn Lárusar, Kaupmað- urinn í Feneyjum, þar sem samúð með hinum ofsóttu gyðingum var sjáanleg, Eftirlitsmaðurinn eftir Gogol, þar sem ráðist er gegn hégómaskap og útkjálka- mennsku og Volpone eftir Ben Jonson þar sem ráðist er gegn græðgi og flátt- skap. En í tveimur öðrum sígildum verkum fór Lárus með aðalhlutverkin, Pétri Gaut og Hamlet, tveimur erfiðustu og eftirsóttustu hlutverkum leikbók- menntanna og hafði fullan sigur. Og í Þjóðleikhúsinu bætti hann um betur m.a. með leikstjórn sinni á Sem yður þóknast, þar sem leiktexti Helga Hálfdanar sonar hljómaði í fyrsta sinni á íslensku leiksviði, mögnuðum sýn- ingum á Föðurnum og Kröfuhöfum eftir Strindberg og svo einstaklega stíl- hreinni og skemmtilegri sýningu á Æðikollinum eftir Holberg, þar sem real- TMM_2_2009.indd 130 5/26/09 10:53:30 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.