Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Síða 133

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Síða 133
TMM 2009 · 2 133 Eggert Ásgeirsson Fás er fróðum vant Orðin úr Hávamálum minna á að fróðskapur er ekki fólginn í lokuðum bókum, geymdum munum. Hann er með þjóðinni, í huga hennar, speglast í gjörðum. Upplýsingasamfélag er sett saman úr mörgum einingum. Við skiljum það gjarna sem færi á að fara á netið, lesa blöð, blogga, hlusta á tónlist og afla upp- lýsinga. Við finnum efni á sekúndubroti: 130 þús. síður – Heimskringla; 140 þús. – Geir Haarde; 10 millj. – Björk; 20 millj. – Bjork. Því miður hefur gengi að íslensku menningarefni verið minna rætt en bæri þar til Áslaug Agnarsdóttir, sviðsstjóri á Landsbókasafni, tók til máls af mynd- ugleik: Aðgangur að rannsóknarniðurstöðum – opinn eða gegn gjaldi (Mbl. 21.10.08). Nú vil ég bæta við orðum um skylt efni. Kirkjubækur eru á filmum sem skoða má í lestrarvélum og stök manntöl hafa verið gefin út í bókarformi. Nýlega var sýnt fram á hvílík náma kirkju- bækur eru þegar þær eru tölvuvæddar. En því miður er vefskráning, leit og úrvinnsla gagna, t.d. gamalla skjalagagna í Þjóðskjalasafni og Landsbókasafni, frumstæð. Könnun heimilda er erfið og því miður ekki nóg gert til að leiðbeina fólki og hjálpa því við rannsóknir, þó ekki væri nema til að fólk geti á netinu öðlast skilning á hvar aðföng sé að finna. Sjálfsagt fá þeir sem koma í söfn aðstoð ef óskað er, en það er ekki góð nýting á mannafla að veita hverjum og einum pers- ónulega aðstoð. Sé litið til áþekkra safna í grannlöndunum er meira lagt upp úr skjalaskráningu; netið nýtt til leitartækni, til að leiðbeina í handritalestri og skilningi á gömlu letri í hagræðingarskyni. Þótt söfn séu opin miðpart dagsins er aðgangur að þeim óhægur nema fyrir þá er nærri búa. Söfn eru mörg og víða um land og vandséð hvar má nálgast gögn nema til komi samskráning og leitartækni. Áhugafólk um íslenskt mál, sögu og rannsóknir, er víða um veröldina. Mikilvægt er að þjónusta sé í boði þegar áhugi kviknar og tími gefst, hvar sem er, á heimilum, í starfi, í mennta- stofnunum eða við rannsóknir. Áhersla er af opinberri hálfu lögð á námskeið í íslenskum fræðum; kennsla í íslensku er styrkt víða um heim og ráðstefnur haldnar. En íslensk fræði eru ekki eingöngu fornar sögur. Þau ættu að ná til allra sviða menningarlífs, þjóðminja, bókmennta, tónlistar og menntamála. Sumir eru tengdir stofnunum með áskrift að gagnagrunnum eða hafa sjálfir gerst áskrifendur og geta þannig aflað sér þekkingar, ef skilyrði leyfa. Dæmi eru um fólk sem að eigin frum- Á d r e p u r TMM_2_2009.indd 133 5/26/09 10:53:30 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.