Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 135

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 135
Á d r e p u r TMM 2009 · 2 135 Nýlega gáfu svíar Þjóðminjasafni merka gjöf, fjölda muna sem til sýnis hafa verið og vakið hrifningu. Nú er spurning hvort að lokinni kynningu verði gjöf- inni pakkað niður, skoðun almennings stöðvuð og rannsókn hindruð. Gjöfin er allt of stór til að hafa frammi við og Bogasalurinn of lítill. Varla er kostn- aðarsamur birtingarréttur þar til hindrunar eins og sagt er um málverkin í Listasafni Íslands. Hið minnsta sem launa mætti gjöfina með er að setja hana á netið, gefa heimsbyggðinni, gefendunum og okkur íslendingum færi á að skoða gripina, dást að þeim, rannsaka þá á netinu og kanna upplýsingar sem til eru um þá. Ef eitthvað er til í söfnum þessa lands sem gæti skírskotað til okkar er það þessi góða gjöf. Reyndar má segja hið sama um fleiri gripi í vörslu safns- ins sem fólk hefur aldrei fengið að sjá eða er horfið úr sýningarsölum. Jafnvel má hugsa sér að tengjast með því öðrum söfnum. Sem kunnugt er hefur Magnús Sigurðsson læknir um margra ára skeið unnið að orðabók íslenska hestsins: Orðfák. Tók hann til við verkið eftir að hann komst á aldur, hætti störfum eftir sjötugt en hann er nú 83ja ára. Hann lagði ekki árar í bát, þó án hvatningar eða umbunar, lagði út í háskólanám til að bæta sig m.a. í orðabókarfræði. Þetta er mikið tölvutækt ritsafn með marg- ar vísanir. Sennilega myndi það í prentuðu formi vera 3 þúsund síður án mynda. Sem vænta má hika bókaútgefendur án styrkja við að ráðast í sex binda rit þó efnið sé áhugavert almenningi, snerti margar hliðar í lífi þjóðarinnar og sögu íslenska hestsins, þróun, lit, gang, orðanotkun, tamningu, kveðskap, umfjöllun í bókmenntum, þjóðsögur og fræði. Eftir að hafa skoðað handritið má telja ástæðulaust að gefa það út sem stór- virki á borð við merkilegt rit Lúðvíks Kristjánssonar: Íslenska sjávarhætti I-V frá 1980-6. Eins og það fjallar Orðfákur um mörg svið. Enginn tekur sér það í hönd og les út í gegn. Tími slíkra rita hefur runnið sitt skeið fyrir fullt og allt, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Kostur netvæðingar er að frekari vinnsla og þróun getur hafist eftir að rit eru komin á netið. Þá er það sagt í vinnslu. Jafnvel geta áhugamenn tekið þátt í útgáfu þess, leiðrétt og gert athugasemdir, sett inn viðbætur eins og þekkist með wikipedia.org, það ómetanlega og ótrúlega uppsláttarrit á vefnum, þó ekki sé það óaðfinnanlegt fremur en annað. Enda breiðist alfræðasafnið til margra þjóða og tungumála, borið uppi af frjálsum framlögum. Er sannarlega kominn tími til að gera vinnslu safnrita lýðræðislega, á sama hátt og þjóðháttaskráningu Þjóðminjasafns og Orðabók Háskólans. Án þátt- töku almennings og stuðnings stofnana væru slík verkefni dauðadæmd. Hafa ber í huga að efni bókar eins og Orðfáks höfðar til annarra hópa en nefndar stofnanir hafa hefðbundin samskipti við, svo sem hestamanna, áhuga- manna um þjóðlegan fróðleik, íslenskra og erlendra. Sé litið á útgáfu háskóla getur hvati til bókaútgáfu verið „árangur“ launa- kerfa og hefur verið gagnrýnt innan aldargamals háskóla, án þess þó að hafi verið í hámæli; þar til nýverið. Gunnar Karlsson prófessor gaf í fyrra út merkilegt heimildarrit: Inngangur að miðöldum. Er þetta fyrsta bindi af sjö sem hann vonar að sér endist aldur til TMM_2_2009.indd 135 5/26/09 10:53:30 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.