Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Síða 137

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Síða 137
Á d r e p u r TMM 2009 · 2 137 bókasafn Katalóníu er meðal þeirra. Segir þjóðbókavörður að áður hafi menn þurft að koma í safnið en nú geti menn skoðað mikinn bókakost á netinu, fundið það sem vantar með einfaldri leit á Google. Fólk, hvar sem er, fái þar með aðgang að katalónskum, kastilískum og suður-amerískum bókmenntum og sögu. Munur er mikill á prentuðum bókum og netbókum. Varla má búast við að netútgáfa leysi prentverk af hólmi. Prentaðar bækur eru steyptar í mót. Eftir að þær koma út verður engu breytt fyrr en ný útgáfa er gerð með ærnum kostnaði. Netbók má, eins og fyrr var nefnt, breyta og endurskipuleggja þegar nýjar rannsóknir og upplýsingar koma fram eða villur þarf að leiðrétta. Eins er með aðra þekkingu. Túlkun á Íslendingasögum er breytileg, skýring- ar við þær líka, eins og fara gerir um alla þekkingu. Veldur það okkur vandræð- um? Síður en svo! Við erum kannski með orðabókina stóru Dansk-Islandsk Ordbog Sigfúsar Blöndals í hillunni hjá okkur og Lexicon Poeticum Finns Jóns- sonar og Orðsifjabók Ásgeirs Blöndals. Eru þær eða verða þær úreltar? Nei, þetta eru gamlar orðabækur, ómetanleg og nauðsynleg heimild síns tíma, sem þyrftu líka að komast á netið svo þekkingin gleymist ekki. Ef við ætlum okkur á hverj- um tíma að gefa út bækur um allt sem gerst hefur og hugsað frá landnámsöld erum við komin í vandræði eins og maðurinn sem gat engu gleymt. Verst við hefðbundna heimildarritaútgáfu er, eins og Gunnar Karlsson segir, að við nýtum ekki möguleika nútíma tölvutækni. Einmitt þar er góð leið til að koma Orðfáki út þannig að hann komi að því gagni sem Magnús Sigurðsson ætlast til og við höfum þörf fyrir. Enn er það ótalið sem ekki er síður mikilvægt. Með útgáfu á netinu gefst möguleiki á samtengingu allrar útgáfu og leitar á veraldarvefnum. Hér var talinn upp hluti vefútgáfu sem ríkið stendur straum af. En því miður! Hún er ekki samtengd. Við getum ekki með góðu móti fundið þekk- ingu sem þar er fólgin og við þörfnumst, hún er eins og dót á háalofti eða í kjallarageymslu; við höfum ekki léttan aðgang eins og að doðröntunum stóru sem við höfum ekki lengur pláss fyrir eða eru ófáanlegir. Höfum auk heldur ekki hugmynd um að sumt af þessu sé til. Stofnun Árna Magnússonar hefur sýnt áhuga á að taka við Orðfáki Magn- úsar Sigurðssonar með einhvers konar útgáfu í huga. Vonandi ber stofnunin gæfu til að hrinda því í framkvæmd, jafnvel gera tilraun með netvinnslu á rit- inu og móta þar með nýja stefnu í heimildaútgáfu. Málið er ekki flókið: finna ritinu stað og skella því á netið. Láta skeika að sköpuðu. Svo kemur vinnsla og pússning! Niðurstaða máls míns er sú að þekkingarbrunni þjóðarinnar þurfi að koma á netið. Möguleikar eru ótæmandi. Samt þarf áhuga og nýja hugsun eins og norðmennirnir ungu sýna með framkvæmd heimskringla.no. Kannski geta Íslendingar lært af unga fólkinu og fengið innblástur frá Noregi, ekki aðeins peningalán! Kannski leitað á náðir google.com og wikipedia.org sem trúlega eru til í tuskið. Þá gæti aðgangur að menningarvef Evrópusambandsins europeana. eu verið á næsta leiti? Allir þurfa samt að gera sína heimavinnu! TMM_2_2009.indd 137 5/26/09 10:53:31 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.