Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 8

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 8
S t e fá n J ó n H a f s t e i n 8 TMM 2011 · 3 reiðina eða hluti af honum sem trúði því í alvöru að Ísland væri á leið til markaðsvæðingar skiptir engu máli. „,Þú kannt að láta það heita eitt- hvað,“ sagði Kári, vinur minn heitinn, faðir Einars rithöfundar, þegar honum líkaði við sögurnar, og þannig var um „frjálshyggjuna“ á Íslandi. Þetta barst með sunnanvindinum síðustu tvo áratugi 20. aldarinnar og tók á sig mynd „hugmyndafræðilegrar“ baráttu sem frjálshyggjumenn töldu sig hafa sigrað í við fall Berlínarmúrsins, kjör Davíðs Oddssonar og einkavæðingarferlisins sem byrjaði undir forystu Alþýðuflokksins löngu fyrir daga gróðærisins brjálaða. Frá sjónarhóli leikmanns er (ný)frjálshyggja hugmyndafræði sem hvet- ur til minni ríkisafskipta, aukinnar markaðs- og samkeppnisvæðingar, ábyrgðar einstaklingsins á gerðum sínum í stað félagslegra lausna og almennt talað: Auðhyggju. Í stjórnartíð Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde var þetta flest þverbrotið: Ríkisafskipti jukust stórkostlega, skattar sem hluti af þjóðarframleiðslu fóru upp, ríkisstarfsmönnum fjölgaði um nær 50% síðustu 10 árin fyrir Hrun, ríkisstofnunum um nokkra tugi, samþjöppun og réttnefnd einkavinavæðing réðu för en ekki samkeppnisvæðing.7 Mörg sveitarfélög fóru sömu leið og greindi ekki að þau sem lutu stjórn Sjálfstæðisflokksins eða annarra.8 Eitt megin- einkenni á stjórn Sjálfstæðisflokksins áratuginn fyrir Hrun er útþensla ríkisbáknsins. Tímabilið einkennist þó vissulega af einum þræði frjáls- hyggjunnar, sem er auðhyggja. Ójöfnuðurinn sem stórjókst á Íslandi á sama tíma er ekki hugmyndafræðilegt keppikefli frjálshyggju í sjálfu sér þótt stundum sé hann óhjákvæmilegur fylgifiskur. Hvers vegna mót- staðan klikkaði er svo löng saga, en í stuttu máli voru það „pólitísk upp- kaup“ arðræningjanna. Ég hef mína tilgátu um þau og kem að síðar.9 Enn, þremur árum eftir Hrunið, eru íslenskir vinstrimenn í slag við frjálshyggjuna þegar þeir ættu að einbeita sér að spillingunni. Því hún er kjarninn í íslensku leiðinni. II. Íslenska leiðin, spilling í skjóli auðs Í öllum þeim ósköpum sem dundu á kringum Hrunið sat ég suður í Afríku og las sögu nýfrjálsu ríkjanna þar. Þau eru flest örlítið yngri en íslenska lýðveldið, stofnuð í kringum 1960, og af mun meiri vanefnum. Ég hélt lengi vel að Ísland með „sína sterku lýðræðishefð“ og nýfrjálsu ríkin í Afríku og víðar væru ósambærileg. Eftir því sem fleiri steinum var velt í Hruninu, og allt fram á þennan dag, og meira og meira ógeð kemur í ljós, verður manni hugsað til afríska ástandsins. Hvar tæma menn seðlabanka? Hvar eru auðlindir settar í fárra manna hendur? Hvar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.