Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Blaðsíða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Blaðsíða 10
S t e fá n J ó n H a f s t e i n 10 TMM 2011 · 3 skipta pólitísk völd, úthlutun gæða, hollustukerfi og „ættbálkabönd“ mun meira máli en verðleikar og hæfni. Hagfræðingar kunna að skil- greina hvernig auðlindaarðurinn (rentan) skapar misgengi í hagkerfinu, það snýst um að fleyta rjómann ofan af herfanginu sem náttúran gefur, en ekki um skapandi atvinnuvegi, vel rekin fyrirtæki, auðsköpun í krafti mannvits. „Frjáls“ samkeppni fær ekki þrifist, hvorki milli atvinnu- greina né fyrirtækja. „Ruðningsáhrifin“ gegn nýsköpun eru bæði hag- ræn og pólitísk. Hin pólitíska hagfræði bendir svo á að þessu samfara rísi upp arðránskerfi þar sem miklu meira er upp úr því að hafa að „spila rétt“ en vinna vel. Sambönd og úthlutun eru mikilvægari en verðleikar og framsókn í fjölbreyttu atvinnulífi. Kannast einhver við Ísland? Undir þessum kringumstæðum snúast stjórnmálin um herfang, aðgang að auðlindum og því hvernig afrakstri er dreift milli valinna hópa sem eru undirstaða stjórnmálavalds. Þessari hringrás þarf að við- halda með stigvaxandi arðráni og yfirbyggingu klíkuvelda sem verða æ þyngri á fóðrum. Það mætti ætla að í okkar einsleita og smáa þjóðríki séu kjöraðstæður til að koma í veg fyrir böl margra afríkuríkja – ættbálkaskiptinguna (tribalism). Samkvæmt henni kemur ættbálkurinn fyrst, þorpið, staður- inn, frændur og vinir – hópurinn. Abstrakt hugmyndir eins og „almanna- hagsmunir“, „gagnsæi“, „stjórnsýsla“ „valddreifing“ eru merki um miklu þroskaðri samfélög þar sem búið er að setja regluverk um samskipti í stjórnmálum, efnahagslífi, félagsmálum og menningu.11 Ísland er miklu nær ættbálkasamfélaginu. Þetta sjáum við í hegðun stjórnmálaflokka, landshlutaafla í gegnum „heimamannasyndrómið“ þar sem hollusta við hjörðina kemur á undan hugmyndafræðilegum átökum eða verðleikum. Hollusta er forsenda þess að fá að njóta afraksturs.12 Höfðingjaveldi er skýrt einkenni á svona kerfi. Höfðinginn kemst í úthlutunarstöðu (ráðherra, landsbyggðarþingmaður, formaður, stjórn- andi í úthlutunarnefnd, stjórn Byggðastofnunar eða annarri sjóða- stofnun). Fólk þarf að biðla til höfðingjanna, í stað þess að gagnsætt kerfi skipi því rétt sem það sækir. Höfðingjar vilja ekki að almenningur hafi réttindi, heldur sæki til þeirra persónulega og fái úthlutað af náð. Verðmætum og vegtyllum er dreift af höfðingjum sem ríkja í krafti „ættbálksins“13. Því ógleggra sem regluverkið er og ógagnsærra því betra fyrir höfðingjaveldið. Eitt af lykilatriðum í því er að valdsskorður séu óskýrar og viðurlög nánast engin, svo auðvelt sé að taka áhættuna af því að skandalísera öðru hverju.14 Þessi kerfi lifa ekki í stöðnun og verða sífellt fyrir áreiti. Á Íslandi höfum við ekki her eða lögreglu sem lemja niður mótmæli og drepa fólk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.