Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 11

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 11
R á n y r k j u b ú TMM 2011 · 3 11 Við höfum ekki séð taumlausa einkagróðamenn við pólitísk völd í anda afrískra „keisara“ sem sópa þjóðarauði í einkafjárhirslur erlendis. (Sjálf- töku þekkjum við hins vegar innan úr kerfinu (eftirlaunafrumvarpið alræmda) og fleira sem kemur kerfinu í vörn).15 Á Íslandi og í mörgum öðrum þróunarríkjum (við vorum formlega skilgreint þróunarland fram á áttunda áratuginn) varð gagnrýnin svo megn að höfðingjaveldið varð að skipta um taktík. Klíkukapítalismi (crony capitalism) varð ofaná. Frá sjónarhóli ríkjandi valdaflokka, t.d. Sjálfstæðisflokksins, er þetta rök- rétt: Breyta opinbera styrkjakerfinu (sem aðrir flokkar gátu stundum notað) í einkastyrkjakerfi þar sem Flokkurinn var miðpunktur. Frjáls- hyggjan var kjörin yfirbreiðsla til að gefa þessum aðgerðum hug- myndafræðilegt vottorð. Spillingin var einkavædd. Þetta var auðvelt við kringumstæðurnar hér á landi eftir aldamót eins og Gunnar Karlsson sagnfræðingur lýsir skilmerkilega í grein sinni „Til varnar lýðræði“ í TMM (maí 2010): … í samfélagi okkar er afar sterkur valdhafi sem lýtur ekki valdi lýðsins, og það er vald fjármunanna, auðvaldið. Meginskyssa Íslendinga og meginástæðan til þess hruns sem hér varð er að auðvaldinu var allt of lengi þolað að ríkja yfir ríkisvaldinu […]. … á áratugunum í kringum aldamótin 2000 fékk (Sjálf- stæðis)flokkurinn nýtt tækifæri til að keyra hagkerfi okkar út í ógöngur. Hann eignaðist samstarfsflokk sem var búinn að missa allt samfélagshlutverk og þar með stefnu, aðra en að hlaða undir flokksgæðinga. Svolítil hlutdeild í ókeypis fiskveiðikvóta og gefins ríkisbanki nægðu til þess. Klíkukapítalismi felur í sér að á yfirborðinu eru opinber völd og pólitísk áhrif innan úthlutunarkerfsins lögð niður og færð í hendur „einkafram- taks og markaðar“. Í nafni réttlætis.16 En þess er gætt að aðferðin lúti lögmálum úthlutunarkerfisins og rjúfi ekki þau mikilvægu tengsl sem höfðingjaveldið hafði komið sér upp. Ísland á tímum einkavæðingar er erkidæmi um þetta. Þáverandi ritstjóri Morgunblaðsins, Styrmir Gunnarsson, lýsti þessu beint með Landsbankann þar sem hann sagði að einkavæðing hans hefði farið fram með því skilyrði að Sjálfstæðis- flokkurinnn væri í „talsambandi“ við bankann. Enda framkvæmda- stjóri flokksins gerður að bankaráðsformanni, saga sem best ætti heima í Simbabwe af öllum ríkjum. Enn eigum við Styrmi Gunnarssyni skuld að gjalda með kafla hans um sægreifaveldið í þeirri annars slæmu bók: Umsátrið. Sá kafli er afhjúpandi í stuttu máli og lýsir vel hvernig pólitíska valdið færir úthlutun auðæva á fárra hendur og verður svo sjálft háð þeim sem véla með þau. Með efnahagslegu veldi sægreifanna langt umfram annað fólk í landinu í skjóli einkaréttar til að nýta auð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.