Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 15

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 15
R á n y r k j u b ú TMM 2011 · 3 15 komna fyrirlitningu almennings á öllu stjórnmálakerfinu. Raunar var stjórnmálakerfið rúið trausti löngu fyrr og það er rétt að muna ef menn vilja minnast „gullaldaráranna“.26 Það stjórnmálakerfi sem þróaðist í íslensku spillingunni er handónýtt, því það byggir tilveru sína og fram- gang stjórnmálamanna á henni. Þeir sem ekki vilja taka þátt í „geiminu“ er útilokaðir. Hæfileikar miðast við hollustu og sköffun, framgangur við að samsama sig kerfinu. Þeir hæfustu hrynja af. En afleiðingin er verri. Þeir sem sanna sig í „geiminu“ og komast til æðstu metorða gera það í krafti hæfileika sem hafa ekkert að gera með góða stjórn á landi. Hæfni til að komast langt í pólitík sannar ekkert um getu til að ráða ráðum um hag lands og þjóðar. Þetta tekur á sig ótrúlegar myndir hin síðari misseri þegar óumflýjanlegt uppgjör stendur yfir. Reynsluleysi og vanþekking er talin haldbær málsvörn fyrir stjórnmálamenn og embættismenn sem áttu að gæta fjöreggs Íslands. Alls staðar þar sem svona afránskerfi ræður veikir það efnahagslífið og fyrirtækin, því verðleikar eru verðminni en sambönd og klíkuskapur. Við fáum verri fyrirtæki með lélegri stjórnendur en ella. Þegar þessi innanmein grassera áratugum saman er ekki von á góðu. Íslenskir kapítalistar fá ekki þann skóla sem þeir þurfa eins og sannaðist með eftirminnilegum hætti þegar þeir stungu sér í djúpu laugina. Persónuleg gjaldþrot þeirra og fyrirtækjahrun nálgast heimsmet. Að þessu leyti eiga íslenskir stjórnmálamennn og fjármálamenn samleið. Spilling veikir stjórnsýsluna. Höðingjaveldið byggir úthlutun á ógagn- sæi og eftiráreglum; stjórnsýslan – lög og reglur, eftirlitsstofnanir og aðrar þróaðar aðferðir við að auka gegnsæi og réttlæti – ætti að setja lélegum stjórnmálamönnum skorður og lágmarka þann skaða sem þeir geta valdið. Hún verður þvert á móti handbendi þeirra. Það gerist með því að raða „sínum mönnum“ á pósta og tryggja að regluverkið sé ekki til staðar eða virki ekki – og sé alveg örugglega án viðurlaga.27 Á Íslandi voru jafnvel ekki einföld grundvallaratriði tryggð, eins og að halda fundargerðir, minnisblöð eða skýrslum til haga. Hámenntað fólk. Spillingin veikir lýðræðisþroska því almenningur fær skömm á kerf inu en samsamar sig því einnig í sjálfsbjargarviðleitni. Íslenski kjósandinn er ekki undanþeginn ábyrgð á þessu framferði áratugum saman. Hann kaus sægreifakerfið, hann kaus „fjölskyldukort“ Framsóknarflokksins, hann kaus mennina sem gáfu bankana. Ekki af heimsku. Heldur af því að hann var vanur því að þetta væri leiðin til að tryggja sér mola. Og meðan nóg var til skiptanna var það vissulega leið.28 Þegar litið er yfir sviðið: Stjórnmál, atvinnulíf, stjórnsýslu, þá vinnur þetta kerfi í heild gegn verðleikum. Þetta er kjarni málsins og veldur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.