Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Side 28

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Side 28
G u ð n i E l í s s o n 28 TMM 2011 · 3 fylkis.15 Í bók sinni lofsyngja Ray og Guzzo þann árangur sem náðist í baráttunni gegn malaríu með eiturefninu DDT og þar er fyrst að finna margar af þeim rangfærslum sem einkenna skrif þrýstihópanna sem nokkrum árum síðar ráðast á Carson af fullum þunga, en þær verða raktar hér á eftir. En hvers vegna leggja þessar málpípur harðlínuaflanna svo mikla áherslu á að gagnrýna konu sem dó fyrir tæpri hálfri öld? Oreskes og Conway setja fram þá kenningu að mikilvægt hafi verið að skaða orðstír Carsons, vegna táknlegrar stöðu hennar sem móður nútíma- umhverfis verndar. Árásir á hana gætu leitt til þess að ýmsar af frum- forsendum grænu hugmyndafræðinnar yrðu dregnar í efa og þá hefði henni verið greitt þungt högg.16 Með það í huga heldur frjálshyggju- hugveitan Competitive Enterprise Institute úti vefsíðunni „Rakel hafði rangt fyrir sér“, en þar er því haldið fram á forsíðu að sumar goðsagnir í samtíma okkar hindri eðlilega framþróun og hafi ægilegar afleiðingar. Ein af þessum áhrifamiklu frásögnum birtist að mati hugveitunnar í bók Carsons Raddir vorsins þagna, og hún hafi leitt til þess að milljónir manna þjáist og deyi úr malaríu.17 Breski dálkahöfundurinn James Delingpole, sem skilgreinir sig sem frjálshyggjusinnaðan íhaldsmann, tekur undir þessa ásökun og segir Carson vera svar umhverfisverndarsinna við kambódíska harðstjór- anum Pol Pot,18 á meðan Andrew Kenny segir græningja í illverkum sínum slá út Hitler, Stalín og Maó. Með því að framfylgja ,banninu‘ á DDT beri þeir ábyrgð á dauða fimmtíu milljóna manna.19 Haturspistl- arnir um Carson skipta tugum, en líklega er malaríuklukka frjáls- hyggjumannsins Stevens Milloy alræmdasta dæmið. Þar er hægt að fylgjast með fjölda þeirra sem sýkjast og látast vegna DDT-,bannsins‘ frá 1972, en samkvæmt klukkunni hafa rúmlega 105 milljónir manna látist að óþörfu á síðustu fjörutíu árum, eða einn á tólf sekúndna fresti.20 Íslenskir frjálshyggjumenn hafa ekki látið sitt eftir liggja í atlögunni gegn Carson. Fjallað hefur verið um skordýraeitrið DDT í fjölda greina í helsta málgagni þeirra Vefþjóðviljanum og er þar allt á sömu bókina lært, ,bannið‘ við skordýraeitrinu „hefur kostað tugi milljóna manna lífið því efnið er langbesta vörnin gegn malaríu“,21 en í huga umhverfisverndarsinna „skipta hungur og sjúkdómar engu máli. Náttúran á að njóta vafans“.22 „Hvurslags fólk er það sem tekur eggjaskurn fram yfir mannslíf?“ spyrja pennarnir á Vefþjóðviljanum sig.23 Ábyrgð Carsons og fylgismanna hennar er mikil ef taka á þessi orð trúanleg. Pistlahöfundarnir á Vef- þjóðviljanum vitna máli sínu til stuðnings í bandaríska hagfræðinginn Thomas Sowell: „Rachel Carson og umhverfisverndarsinnarnir sem hún
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.