Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Qupperneq 34

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Qupperneq 34
G u ð n i E l í s s o n 34 TMM 2011 · 3 benti á að bylting hefði orðið í framleiðslu eyðingarlyfja á árunum eftir síðari heimsstyrjöld, en að sama skapi vantaði rannsóknir á áhrifum þeirra á náttúruna og heilsu almennings,55 krabbamein þurfi t.d. tíma til þess að koma fram og að konur og börn væru hugsanlega viðkvæmust fyrir eitrinu.56 Rannsókn Barbara A. Cohn staðfesti þann ótta hennar. Vandinn að mati Carsons var ekki síst sá hversu litlir fjármunir voru lagðir í rannsóknir á hagnýtingu náttúrulegra óvina skaðvalda, „af þeirri einföldu ástæðu, að þær gefa ekki fyrirheit um gróða á borð við þann, sem fæst í efnaiðnaðinum“.57 Líklega liggur andúð frjálshyggjumanna á Carson ekki síst í því að hún treystir ekki markaðnum einum til þess að ráða úr vandanum. Þeir leggja allt sitt traust á græðgina sem þeir vilja taka í þjónustu sína eins og Hannes þreytist aldrei á að auglýsa.58 Grein Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar ber fyrst og fremst að túlka sem pólitíska atlögu að umhverfisverndarhreyfingum nútímans, en hann hefur sjálfur lagt þær að jöfnu við sósíalisma.59 Áróðursmáttur greinarinnar er nokkur. Fræðilegt framlag hennar er það að sama skapi ekki. III Undir lok bókar sinnar spyr Rachel Carson sig hvers konar samfélag geti af sér þá hugmynd að náttúran sé einvörðungu til vegna mannsins. Hún segir hugmyndir og starfsaðferðir hagnýtu skordýrafræðinnar mestan part tilheyra „steinöld vísindanna“.60 Gagnrýni Carsons er öðrum þræði siðferðileg, en hún spyr sig hvort kalla megi þau samfélög menn- ingarsamfélög sem með almennum eiturefnahernaði leiði svo almennar þjáningar yfir aðrar lífverur. Áhyggjur Carsons eru þó ekki síður mót- aðar af jarðbundinni sýn hennar á stöðu mannkyns í umheiminum. Hún óttast að stríðið gegn náttúrunni leiði til þess að við tortímum sjálfum okkur í leiðinni.61 Með bók sinni tókst Carson að rjúfa að því er virtist órjúfanlega eitur- efnavoðina sem bandarískar fjölskyldur sveipuðu sig, en gufurnar úr pumpunum læstu sig í hvern krók og kima og ekki síst í hugi manna. Hún segir: Vér getum gljáð gólf vor með gljáa, sem ábyrgzt er að drepi öll skordýr, er á honum gangi. Vér getum hengt upp í klæðaskápa vora og fatahlífar renninga, sem vættir eru í lindan, eða sett þá í skrifborðsskúffur vorar, og þurfum þá ekki að hafa áhyggjur út af möl í hálft ár á eftir. Í auglýsingum er þess ekki getið, að lindan sé hættulegt. Ekki heldur í auglýsingum um rafeindatækið, sem sendir frá sér lindagufu – oss er sagt, að hún sé skaðlaus og lyktarlaus. Hið sanna er þó,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.