Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 43

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 43
TMM 2011 · 3 43 Jón Atli Jónasson Í kjallaranum Þetta var grín. Svona í byrjun. Algjörlega hugsað sem slíkt. Kannski leikur. Sem fór úr böndunum. Auðvitað fór þetta úr böndunum. Ég neita því ekki. Sökin er mín. Ég kýs heldur að segja að ég hafi gert þetta. Án þess að taka afstöðu til sektar. En vissulega er hún líka til staðar. Sektin. Nánar um hana síðar. Sektina. Við búum í einu af þessum hverfum sem eru til fyrir ofan Reykjavík. Fyrir ofan Breiðholtið og Grafarvoginn. Í einni af þessum götum sem hefur svo framandi nafn að enginn man eiginlega hvar hún er. Hverfið okkar er grátt á litinn. Mörg húsin standa fokheld og auð. Brunnu inni í hruninu. Það er búið að negla fyrir gluggana í flestum húsunum í götunni okkar. Það var aldrei flutt inn í þau. Við erum neðst í botnlanga. Reyndar er hægt að aka framhjá húsinu okkar og að hringtorgi. En það liggja engar aðrar götur út frá hringtorginu. Landakortið nær ekki lengra. Húsið okkar er á tveimur hæðum og með kjallara. Við Kata konan mín urðum fokheld og náðum að flytja inn áður en forsætisráðherrann bað Guð að blessa Ísland. Þá stóðum við inni í stofu og vorum að velja náttúruflísar á baðherbergið. Með naktar ljósaperur hangandi í stofunni stóðum við í málningargöllunum og fylgdumst með á flatskjánum sem ég hafði hengt upp fyrr um morguninn. Ég man að við stóðum þarna og ég leit á naktar ljósaperurnar í loftinu og á þetta rándýra sjónvarp sem ég var búinn að festa á vegginn og mér leið eins og við hefðum verið rænd. Að þjófar hefðu komið og hreinsað allt úr húsinu og bara skilið eftir þetta sjónvarp á veggnum. Það tók mig mestallan daginn að hrista af mér þessa hugsun. Nú erum við föst hérna. Við vorum búin að selja ofan af okkur og sitjum föst hérna núna. Í auðu hverfi í auðri götu sem enginn man hvað heitir. Peningarnir kláruðust. Það er það sem við segjum fólki. Þess vegna eru engin gólfefni á gólfunum. Engar hurðir. Bara byggingar-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.