Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Qupperneq 44

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Qupperneq 44
J ó n A t l i J ó n a s s o n 44 TMM 2011 · 3 plastið sem ég límdi niður. Við göngum um á svona plastklossum sem komust í tísku fyrir nokkrum árum. Ég er á svörtum klossum en Kata mín er á svona bleiksanseruðum. Dótið okkar, sem við erum búin að vera að safna að okkur síðan við byrjuðum að búa saman, fyllir húsið. Það er samt eitthvað svo undarlega tómt. Í fyrstu tókum við þá ákvörðun að láta þetta ekkert slá okkur út af laginu. Hrunið. Halda bara okkar striki og Kata mín saumaði gardínur fyrir gluggana og við sátum yfir litaspjöldum, staðráðin í því að mála húsið bæði að innan og að utan. Parketið og flísarnar gætu beðið. Við bara komumst aldrei það langt. Gardínurnar fóru að vísu upp en húsið okkar stendur ómálað. Bæði að innan og að utan. Svo fengum við lánafrystingu og misstum vinnuna. Fyrst hún Kata mín og svo ég. Ég er svo sem ekkert að kvarta yfir því. Ekki svoleiðis. Það voru margir sem misstu vinnuna og fengu frystingu. Það varð ekkert við það ráðið. En það sem gerðist var að okkur tók að skorta erindi til að fara út úr húsi. Vissulega fórum við að versla í matinn og kannski í sund en það var allt og sumt. Dóttir okkar er í sérnámi erlendis og ekkert væntanleg heim á næstunni. Henni býðst ágæt staða á spítala í Gautaborg þegar hún klárar og við höfum hvatt hana til að taka við henni. Hér heima á Íslandi bíður hennar engin vinna. Hún og Gauti, maðurinn hennar, kunna vel við sig í Svíþjóð. Finnst landið að mörgu leyti betur heppnað en Ísland, eins og hann orðar það. Kannski er eitthvað til í því. Að eitt land geti verið betur heppnað en önnur. Ég horfi dálítið á sjónvarpið. Það hef ég aldrei gert. Ekki að neinu ráði. Maður var alltaf að vinna. Oft frameftir. Sá í mesta lagi kvöldfréttir eða einhvern svona þátt sem allir voru að tala um. Eftir að okkur var sagt upp fór ég að horfa meira á sjónvarpið. Hékk yfir því. Lærði á stillingarnar. Litina og skerpuna og hljóðið. Við erum með allar stöðvarnar. Kata mín hefur enga eirð í sér til að sitja fyrir framan sjónvarpið. Hún á sín eigin áhugamál. Hún er í bókaklúbbi með vinkonum sínum og les mikið. Þær lásu Flugdrekahlauparann. Og einhverja vampírubók sem ég man ekki hvað heitir. Ég horfi mest á Discovery. Sérstaklega á þætti um seinni heimsstyrjöldina. Mér finnst alveg magnað að sjá viðtöl við fólk sem upplifði hörmungarnar. Aldraða hermenn og þá sem lifðu af dvölina í útrýmingarbúðum nasista. Það vekur furðu mína hvað fólk man þetta greinilega. Svona mörgum árum seinna. Hvar það var statt og hvað það var að gera. Ég man hrunið okkar ekki í svona miklum smáatriðum. Ég man sumt en annað er í hálfgerðri móðu. Það eina sem mér finnst ég stundum muna er bara þegar forsætisráðherrann biður Guð að blessa Ísland og svo er ég allt í einu staddur í þessu hálfkláraða húsi með henni Kötu minni á plastklossum sem voru í tísku fyrir nokkrum árum. Auð-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.