Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 46

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 46
J ó n A t l i J ó n a s s o n 46 TMM 2011 · 3 sem ég hirði í hverfinu. Það liggur um allt eins og hráviði. Ég brenni líka ýmsum pappírum sem mig langar ekki að eiga. Langar ekki að lesa. Bréf frá bönkum og ýmsum fyrirtækjum og stofnunum. Hótunum, eigin- lega. Það er það sem við gerum á eyjunni minni. Brennum hótunum. Hún Kata mín hefur áhyggjur af mér. En ég hughreysti hana. Við verðum að halda dampi hér á eyjunni. Passa upp á stemmninguna. Ég segist leita að vinnu. Fletti í gegnum atvinnuauglýsingarnar. En hæfileikar mínir mega sín lítils í kreppu. Það er engin þörf fyrir mig. Nei, takk. Ekki núna. Í værðinni er eins og hún hafi sæst á að það er ekkert sem ég get gert til að breyta stöðunni. Hrunið er stærra en við hjónin. Það er ekki á okkar valdi að breyta neinu. Ekki eins og er. Það er sameiginlegur skilningur okkar. Hún Kata mín væri bara að eyða púðrinu sínu með því að fetta fingur út í náttsloppinn og alskeggið og pípuna. Ég held að hún skilji að ég þarf dálítið að finna mig. Finna mig upp. Svona upp á nýtt. Oft kemur að mér sú hugsun að ég sé hættur að vinna. Kominn á eftirlaun. En ég er auðvitað allt of ungur til þess. Ég hef séð menn í vinnunni hjá mér fara á eftirlaun. Þeir duglegu drepast fyrst. Þeir hafa lagt öll eggin sín í sömu körfuna. Fyrirtækið. Hafa ekki að neinu að hverfa þegar þeir fara á eftirlaun. Ég gef duglegum manni í mesta lagi fimm til sex ár eftir að hann fer á eftirlaun. Þá er hann annað- hvort dauður eða orðinn alvarlega veikur. Sem er vinna í sjálfu sér. Að vera alvarlega veikur. Það þarf að hitta alls kyns sérfræðinga og fara í rannsóknir og aðgerðir auk þess sem það hvílir á manni ákveðin upp- lýsingaskylda hvað fjölskyldu og vini varðar. Maður sem ég þekkti hann lenti í þessu. Að verða alvarlega veikur þegar hann hætti að vinna. Þegar hann var ekki á spítalanum var hann stanslaust í símanum eða á netinu að segja fjölskyldu og vinum frá því hvernig baráttan við sjúkdóminn gengi. Hann var líka í stóru viðtali í dagblaði og kom í sjónvarpinu. Það drap hann á endanum. Held ég. Allt þetta kynningarstarf. Ég vakna snemma á morgnana. Helli upp á kaffi og treð mér í pípu. Stundum kemur það fyrir að ég sofna í stólnum fyrir framan kamínuna. Þegar ég vakna kaldur og stífur virði ég fyrir mér öskuna sem ég er farinn að dreifa af svölunum. Hún er eins á litinn og grá steinsteypan sem er ríkjandi litur í hverfinu. Mig dreymir stundum um að sæðið úr mér sé svona. Að við Kata mín ríðum og þegar ég fæ úr honum blæs typpið á mér bara út svona grárri ösku. Það er kannski þess vegna sem ég er farinn að forðast það að sofa hjá henni. Vil frekar horfa í glóðina í kamínunni þar til ég dett út af. Það er mynd af íkorna á hliðinni á henni. Ég veit ekki hvort það skiptir nokkru máli. En þarna er hann samt. Svona skreyting. Svartur íkorni með hnetu í kjaftinum. Ég hef bara
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.