Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 48

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 48
J ó n A t l i J ó n a s s o n 48 TMM 2011 · 3 sópa steypurykið og þurrka dálítið af og setja skerm á ljósaperurnar sem hanga þar og leggja nokkra teppabúta á steingólfið þar sem vefstóllinn átti að standa. Ég var enga stund að þessu. Þetta var verkefni sem ég gat vel tekið að mér. Ég var búinn að fylgjast með fólkinu mínu fara á fætur og bursta tennurnar og fá sér morgunmat og fara í skólann og vinnuna. Ég var búinn að drekka kaffið mitt og reykja pípuna mína. Ég smeygði mér því í plastklossana mína sem voru í tísku fyrir nokkrum árum og vatt mér niður í kjallara. Það er ekki gengt úr húsinu niður í kjallara. Það var með ráðum gert. Þegar dóttir okkar og maðurinn hennar og væntanleg barnabörn myndu búa í kjallaranum vildum við ekki vera að hnýsast. Þess vegna er sérinngangur á bak við húsið inn í kjallarann. Ég byrjaði á því að fara inn í bílskúr og ná í kúst og gekk svo eftir viðarfjölunum sem lágu í stíg bak við húsið að innganginum í kjallarann. Ég fann lyklana að kjallarahurðinni á stóru kippunni með varalyklunum sem við notum aldrei og hangir venjulega inni í ryksuguskápnum í þvotta- húsinu. Þetta er þykk og voldug eikarhurð með lítilli kattalúgu neðst. Dóttir okkar er svo hrifin af köttum og við vildum einhvern veginn gera henni ljóst að þessi kjallaraíbúð væri hennar yfirráðasvæði. Ef hana langaði í kött myndum við ekki standa í vegi fyrir því. Ég fann lykilinn og opnaði hurðina. Það var þungt loft fyrir innan og ég hóstaði eilítið þegar ég var kominn inn. Það gekk vel að hreinsa til. Ég var enga stund að sópa upp steinsteypurykinu og þegar það var búið fór ég aftur inn í bílskúr og fann til nokkur teppi sem lágu upprúlluð á hillu við hliðina á veiðidótinu okkar. Ég fann líka gamla hrís lampa skerma úr IKEA sem höfðu hangið í herbergi dóttur okkar þegar hún var unglingur. Þegar ég var búinn að leggja teppin og hengja upp skermana í kjallaranum var rýmið bara orðið þokkalega vistlegt. Ég fann líka til nokkra stóla og gamlan hermannabedda sem mér hafði einhvern tíma áskotnast. Mér fannst tilvalið að koma honum líka fyrir í kjallaranum. Ef hún Kata mín myndi nú þreytast við vefnaðinn gæti hún fengið sér dálitla kríu á bedd- anum. Ég fann líka lítið sófaborð sem ég stillti upp og setti gamlan vasa sem við erum hætt að nota á borðið og dúk sem ég held að hún Kata mín hafi fengið í afmælisgjöf fyrir löngu síðan. Svo tróð ég mér í pípu og virti fyrir mér kjallarann. Allir þessir gömlu munir sem höfðu fylgt okkur í gegnum lífið og við vorum hætt að nota voru svo undarlega kunnuglegir en um leið framandi. Ég fékk það á tilfinninguna að ég væri staddur í fyrstu íbúðinni sem við tókum á leigu í Breiðholtinu. Þegar við vorum að byrja að búa saman. Þessi samtíningur virkaði þannig á mig. Hún Kata mín hló svolítið fyrst. En bara eins og fyrir kurteisissakir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.