Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Blaðsíða 50

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Blaðsíða 50
J ó n A t l i J ó n a s s o n 50 TMM 2011 · 3 atvinnuleitandi eins og einhver sálfræðingur sagði að við ættum að kalla okkur. Hann var nýútskrifaður og afskaplega indæll ungur maður. Hann sagði okkur að reyna að sjá fyrir okkur í huganum daginn sem okkur hafði verið sagt upp. Leyfa okkur að endurupplifa tilfinningarnar sem fylgdu uppsögninni. Sjá fyrir okkur aðstæðurnar. Fötin sem við vorum í og hvað var sagt og hvað var gert. Svo áttum við að renna aftur í gegnum atburðinn en setja skemmtilega tónlist við hann og setja trúðahatta á alla í huganum. Það myndi hjálpa okkur við að sætta okkur við upp- sögnina. Ég gerði það. Ég veit ekki hvort það hjálpaði nokkuð. Margir á námskeiðinu urðu reiðir þegar hann bað okkur um að gera þetta en mér fannst allt í lagi að reyna. Það sakaði ekki neitt. Ég hafði gott af þessu. Hugleiðslunni. Við lærðum hugleiðslutækni sem er kölluð fljótandi ský. Þá á maður að liggja eða sitja kyrr og leyfa hugsunum sínum að fljóta í gegnum sig. Eins og ský á himni. Og ég gerði það. Leyfði hugsunum mínum að fljóta áreynslulaust um stofuna og út um gluggana og fram af svölunum. Ég hugsaði um niðursuðudósirnar og sódavatnið og hinar vistirnar sem ég hafði keypt. Ég hugsaði líka um litlu stúlkuna sem ég hafði komið auga á í hverfinu hinum megin við lágina. Hún minnir mig á dóttur mína þegar hún var á sama aldri. Ég hugsaði um litla, bláa vasaljósið sem myndi lýsa mér veginn þegar ég læddist að húsinu hennar og inn um svefnherbergisgluggann hennar. Hvað hún Kata mín yrði ánægð að verða aftur móðir svona seint á lífsleiðinni. Í litlu, sætu kjall- araíbúðinni sem ég hafði innréttað handa okkur og ég hugsaði um það hvað það eru fáir, sorglega fáir, sem hafa kjark til að byrja upp á nýtt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.