Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Qupperneq 52

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Qupperneq 52
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r 52 TMM 2011 · 3 Morrinn – eða „vonarsnauður andi“ Komið var undir kvöld en það var ekkert farið að skyggja. Erlendur horfði út um gluggann. Það myndi ekkert skyggja. Hann saknaði þess alltaf á sumrin. Saknaði myrkursins. Þráði kalt næturmyrkur og djúpan vetur.2 Það kemur lesendum Arnaldar Indriðasonar ekkert á óvart að rann- sóknarlögreglumaðurinn Erlendur Sveinsson kunni illa við sig í sumar- birtunni, eða eins og segir í vísu Ólínu Jónasdóttur: „Fölnað hauður vel á við / vonarsnauðan anda“.3 Erlendur er aðalsöguhetja flestra glæpasagna Arnaldar Indriðasonar. Hinar aðalpersónurnar eru undirmenn hans og teymi, Sigurður Óli og Elínborg. Veturinn er kjörsvæði Erlendar, hann kann best við sig í myrkrinu og kuldanum sem einkennir velflestar sagna Arnaldar, allt frá fyrstu síðu fyrstu skáldsögu hans: „Það var frostkaldur janúar og nöturleikinn draup af voldugri byggingunni. Hún stóð ein niðri við hafið, umkringd stórum og dimmum trjágarði.“4 Hér er lýst geðsjúkrahúsi sem lítur út eins og fangelsi en þar hefst atburðarás Sona duftsins (1997). Og eins og tilvitnunin gefur til kynna þá er kuld- inn alltaf til staðar, ef hann ríkir ekki á hinu ytra sviði þá býr hann innra með persónum, ekki síst Erlendi sjálfum. Reyndar ekki bara persónum: lýsingin á nöturleika geðsjúkrahússins rímar við þá mynd sem dregin er upp af samfélaginu í heild. Þetta stöðuga þema kulda og myrkurs hangir svo saman við þá sýn sem birtist í verkum Arnaldar á íslenska glæpi: […] flest mál rannsóknarlögreglunnar snerust um algjöra smáglæpi. Mest var um innbrot í sjoppur. Innbrot á skrifstofur. Tölvuþjófnaðir voru mjög í tísku. Fjárdráttur starfsmanna í fyrirtækjum. Ömurlega óspennandi mál. Íslenskir glæpamenn voru yfirhöfuð afar ómerkilegir […] Íslenskir morðingjar voru fágætir og auðfundnir yfirleitt af því morð voru ekki framin af yfirlögðu ráði heldur af slysni eða menn voru gripnir stundarbrjálæði.5 Þetta er ansi áhugaverð lýsing höfundar sem var þarna að stíga sín fyrstu spor í glæpasagnaskrifum. Arnaldur átti eftir að endurtaka þessa lýsingu á íslenskum glæpum, með tilbrigðum, í næstum hverri einustu bók sinni en þær eru þegar þetta er skrifað árið 2011 orðnar 14 talsins. Síðasta áratuginn hafa þær átt vísan stað efst á metsölulistum, auk þess að afla höfundi fjölda erlendra aðdáenda og formlegra viðurkenninga. Það er því ljóst að „ömurlega óspennandi mál“ á ekki sérlega vel við um sögur Arnaldar en þó er hann þessari yfirlýsingu trúr því þau morðmál sem hann fjallar um eru í flestum tilfellum einmitt eins og hann lýsir, og það er oftar en ekki tilviljun sem ræður því að ekki kemst upp um þau
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.