Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 55

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 55
C o d u s c r i m i n a l u s : M a n n s h v ö r f o g g l æ p i r TMM 2011 · 3 55 frá eiginkonu og tveimur börnum að því er virðist næstum án þess að kveðja. Það hefur sett mark sitt á samskipti hans við börnin en konan neitaði honum um að umgangast þau og hann lét hana ráða. Hann kynnist því börnum sínum ekki fyrr en þau eru orðin unglingar – og bæði komin í vond mál. Sömuleiðis virðast samskipti hans við konur markast af þessum atburðum í lífi hans. Þetta birtist í framkomu hans gagnvart Valgerði, en þrátt fyrir að eiga í einhverskonar ástarsambandi við hana þá vílar hann ekki fyrir sér að hverfa henni einnig í lok Harð- skafa, þegar hann leggur upp í sína síðustu leit að jarðneskum leifum bróður síns. Þessi áhersla á persónur lögreglumannanna er í takt við þá hefð glæpasagna sem bækur Arnaldar tilheyra, löggusögur. Í stuttu máli urðu slíkar fyrst verulega áberandi á sjöunda áratugnum en þekktustu dæmin hérlendis eru bækur Svíanna Sjöwall og Wahlöö. Einkennin eru einfaldlega þau að störf lögreglunnar og staða hennar í samfélaginu er ekki síður til umræðu en glæpamálið, auk þess sem einkalíf lögreglu- mannanna heldur uppi stórum hluta frásagnarinnar.9 Minna þekktar í dag, en þó afar mikilvægar fyrir sögur Arnaldar, eru glæpasögur Belgans Georges Simenon um einfarann Maigret en sú fyrsta kom út árið 1931.10 Í grein sinni „Hverra manna er Erlendur?“ (2003) segir Kristín Árnadóttir: „Þegar sögurnar um Erlend eru skoðaðar sem heild kemur í ljós ákveðin þróun í frásögninni […] hvað varðar persónu Erlends“.11 Þegar grein hennar var skrifuð var Röddin nýjasta bókin en þessi til- finning fyrir heildarmynd hefur styrkst enn síðan þá, svo mikið að segja má að bókaflokkurinn sé einskonar Erlendar-saga. Heildarmyndin hvílir fyrst og fremst á persónu hans en síður á öðrum persónum, atburðarás eða sögu. Erlendur er einfari og mannafæla og honum líður best innan um bækurnar sínar, en þær fjalla allar um mannshvörf og hrakfarir. Slíkar bækur hafa reyndar notið mikilla vinsælda hér á landi eins og bókaflokkurinn Hrakningar og heiðavegir er þekkt dæmi um. Bókelska Erlendar kemur þó ekki í ljós strax í upphafi en svo er eins og persóna hans renni saman við persónu fornbókasalans Pálma sem er önnur aðal- söguhetjan í Sonum duftsins. Hann er sömuleiðis nokkuð einrænn þótt úr því virðist rætast í lok sögunnar. Pálmi kemur ekki aftur við sögu í bókum Arnaldar en svo virðist sem þættir úr persónu hans hafi verið endurnýttir til að styrkja persónu Erlendar en í sögunum er mikið um tilvitnanir í bókmenntir.12 Annað eftirtektarvert atriði er að þrátt fyrir að vera svona einrænn og lítið gefinn fyrir mannleg samskipti virðist
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.