Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Blaðsíða 57

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Blaðsíða 57
C o d u s c r i m i n a l u s : M a n n s h v ö r f o g g l æ p i r TMM 2011 · 3 57 vondum veðrum og svo fundust skinin beinin eftir hundrað ár og hvarfið varð að enn einni skemmtilegri draugasögu. Meira að segja Geirfinnsmálið hefur ekki breytt því að neinu ráði. Við kippum okkur ekki mikið upp við mannshvörf nema í undantekningartilvikum. Þau eru partur af íslenskum þjóðsögum.13 Auðvitað kemur í ljós að Erlendur hefur rétt fyrir sér, mannshvörf tengjast oft og tíðum glæpum, eins og kemur strax í ljós í fyrstu bókinni en þar er mannshvarf einn af lyklunum að lausninni. Frá og með Grafarþögn verða mannshvörfin enn fyrirferðarmeiri, þar verður ljóst að áhugi Erlendar er af persónulegum toga. Eftir þetta tengjast málin æ meira persónulegum harmleik hans auk þess sem það verður ljósara hversu mikil áhrif hvarf bróðurins hefur haft á hann. Í Röddinni er hinn myrti fyrrverandi kórdrengur og barnastjarna sem aldrei náði að fóta sig sem fullorðinn maður – „fraus“ svo að segja sem barn – og það, í bland við kuldann sem ríkir í hótelherbergi Erlendar, verður til þess að hann fer að hugsa um bróður sinn og dreymir hann meira að segja einu sinni svo ljóslifandi að Erlendur er ekki viss nema um afturgöngu hafi verið að ræða. Þó hið yfirnáttúrlega sé almennt ekki áberandi í sögunum og Erlendur sé afar frábitinn öllu slíku, eins og fram kemur í Harðskafa, tekur hið dulræna smám saman að ryðja sér meira til rúms þegar líður á bókaflokkinn, með miðlum og tilheyrandi skilaboðum að handan, og þannig tekst Arnaldi bæði að eiga kökuna og éta hana: hann ýtir undir tilfinningu fyrir draugagangi án þess þó nokkurn tíma að staðfesta slíkt – uns þetta nær hámarki í draumförum Erlendar í síðustu bókinni, Furðuströndum, sem nálgast hreinræktaða reimleika. Í Kleifarvatni sækir minningin um bróðurinn enn á Erlend en þar snýst málið og rannsókn þess að miklu leyti um mannshvörf og í Vetrarborginni, þar sem hinn myrti er hálf-taílenskur drengur, rifjast bróðurmissirinn enn upp fyrir Erlendi. Í Harðskafa verður lesanda ljóst að við svo búið má ekki standa, einkum eftir að miðill sem Erlendur er að yfirheyra gefur í skyn að hann sjái eitthvað í kringum hann. Í Grafarþögn rekst Erlendur óvart á miðil þegar hann heimsækir dóttur sína á spítala. Sú grípur í hönd hans og biður hann að bíða og segir svo: „Það er drengur í hríðinni“. Erlendur bregst hinn versti við og þá bætir konan við: „Þú þarft ekkert að óttast […] Hann er sáttur. Hann er sáttur við það sem gerðist. Það sem gerðist var engum að kenna.“14 Það er því búið að leggja ákveðna línu strax snemma í bókunum. Í Harðskafa snýst aðalmálið um mörk lífs og dauða, drauga fortíðar sem ásækja konu sem virðist hafa hengt sig í sumarhúsi sínu á Þingvöllum en eiginmaður hennar hafði sem ungur maður tekið þátt í tilraun til að deyða mann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.