Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Síða 69

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Síða 69
A r a b í s k a v o r i ð TMM 2011 · 3 69 því sem er að gerast í arabaheiminum núna er hins vegar sá að fyrir- mynd fólksins í Austur-Evrópu var lýðræðiskerfi Vesturlanda sem það vildi tilheyra. Miðausturlönd eru hins vegar hluti af öðrum menningar- heimi og fólkið þar vill móta eigið lýðræðiskerfi í samræmi við hefðir sínar og hugmyndir. Um allan heim féll kommúnisminn með braki og brestum og kapítalisminn hrósaði fullum sigri. Hið almenna viðhorf var að Berlínar- múrinn, sem skildi að kommúnismann og kapítalismann, hafi bara fallið kommúnistamegin þó að annað hafi nú komið á daginn. En það er liðinn mannsaldur frá falli múrsins og allan þann tíma hefur heimurinn verið einpóla. Hin engilsaxneska nýfrjálshyggja hefur ráðið lögum og lofum í heimsmálunum og hið æðsta boðorð hefur verið sókn í efnisleg verðmæti, gróði og aukin einkaneysla. Um nær allan heim hafa öflug fyrirtæki og einstaklingar með aðgang að völdum og fjármunum hagnast gríðarlega, millistéttin búið við meiri efnisleg gæði en áður en fátækt fólk barist við að hafa í sig og á eins og endranær. Ávinningur af gríðarlegum uppgangi hjá þróuðum ríkjum hefur vissulega hríslast til þróunarlanda og einhverjir molar hafa hrotið af gnægtaborðum auð- mannanna til hinna verst settu. Sameiginlegt einkenni á þessu tímabili nýfrjálshyggjunnar var hins vegar aukin misskipting milli ríkra og fátækra ekki síst vegna þess að hinir ríku voru orðnir svo miklu ríkari en áður. Margt ungt fólk hefur tekið út þroska í þessum jarðvegi og þótt það væri engu ánægðara með skipan mála en mín kynslóð fyrir 30 árum hefur það líkast til haldið upp til hópa að svona yrði þetta áfram. Efnahagsstefna í anda nýfrjálshyggju En svo komu þverbrestirnir í efnahagskerfi Vesturlanda í ljós og fjár- mála kerfi heimsins riðaði til falls árið 2008. Skjálftarnir í fjár mála- kerfinu höfðu áhrif um allan heim eins og búsáhaldabyltingin á Íslandi, fjölda mót mælin í Grikklandi og á Spáni er órækur vitnisburður um. Jaka burðurinn er hafinn. Enn sem komið er eru áhrifin samt mest í Miðausturlöndum. Þar hefur fólk streymt fram eins og stórfljót og mótmælt á torgum og götum. Fólkið krefst lýðræðis, réttlætis og sjálfsvirðingar rétt eins og í Austur- Evrópu fyrir 20 árum. Það rís upp gegn valdastétt sem víðast hvar komst til valda í upphafi áttunda áratugarins og átti þá gjarnan skjól hjá stjórn- völdum í Sovétríkjunum. Með falli þeirra beindi valdastéttin sjónum sínum að Bandaríkjunum og tók hagfræðikenningar nýfrjálshyggjunnar – oft kenndar við Washington Consensus – upp á sína arma eins og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.