Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Side 72

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Side 72
I n g i b j ö r g S ó l r ú n G í s l a d ó t t i r 72 TMM 2011 · 3 í hefðbundinni merkingu þess orðs en í Líbíu, Jemen og Sýrlandi er þjóðríkið mjög veikt en ættflokka- og svæðaskipting mikil. Í Túnis og Egyptalandi réðu örugglega úrslitum fyrir uppreisnina að herinn var ekki tilbúinn til að láta til skarar skríða gegn mótmælendum. Að hluta til var það vegna eigin hagsmuna en egypski herinn er t.d. stórtækur á viðskiptasviðinu og hefur ekki verið par hrifinn af nýfrjáls- hyggju og einkavæðingarhugmyndum stjórnvalda. Að auki er egypski herinn mjög fjölmennur og hermenn hafa allt frá átökunum við Ísrael 1948 mótast af því viðhorfi að það sé heilög skylda þeirra að verja ríkið fyrir öflugum óvinum að utan en ekki fyrir eigin fólki. Öðru máli gegnir hins vegar um lögregluna sem beitir hiklaust valdi sínu í samskiptum við borgarana af því hún hefur fyrir löngu lært að þannig nær hún sínu fram. Fyrir vikið er lögreglan gríðarlega illa þokkuð en herinn ekki. Bashir al-Assad, forseti Sýrlands tilheyrir hópi alawíta5 sem eru aðeins um 10% íbúa landsins, en hafa undirtökin í hernum. Engu að síður treystir hann ekki nema tilteknum hersveitum og getur því ekki beitt hernum á mótmælendur á mörgum stöðum í einu. Ísraelsmenn gætu án efa haft töluverð áhrif á stöðu mála í Sýrlandi ef þeir færðu herlið nær landamærum Sýrlands við Gólanhæðir og héldu hersveitum al-Assad uppteknum þar í stað þess að þær lumbri á mótmælendum. Al-Assad nýtur umtalsverðs stuðnings hjá pólitískum islamistum m.a. í Íran og Líbanon, sjálfsagt vegna einarðrar andstöðu sinnar við Vestur- lönd og Ísrael. Hassan Nasrallah, forystumaður Hezbollah, hefur t.d. tekið afstöðu gegn mótmælendum í Sýrlandi en aftur á móti lýst yfir stuðningi við mótmælin í Egyptalandi, Túnis, Líbíu og Bahrain. Í Líbíu koma uppreisnarmenn aðallega frá svæðinu í kringum Benghazi í austurhluta landsins og svo virðist sem menntamenn séu þar í forystu. Í átökunum hefur komið í ljós að Muammar Gaddafi hefur ekki óskoraða stjórn á hernum og margir forystumenn hans og almennir hermenn hafa gengið til liðs við uppreisnarmenn. Gaddafi hefur því öðru fremur stuðst við öryggissveitir sínar og málaliða frá öðrum ríkjum Afríku. Af ýmsum ástæðum rísa byltingaröldurnar ekki eins hátt í öðrum ríkjum Norður-Afríku. Kúveit og Katar virðast ætla að standa þær alveg af sér en í Kuwait býr fólk þrátt fyrir allt við einhvers konar lýðræði og Katar nýtur góðs af sínum öfluga efnahag og höfuðstöðvum Al Jazee- rah. Forystumenn í Jórdaníu, Alsír og Oman virðast hafa skynjað sinn vitjunartíma og ráðist í löngu tímabærar lýðræðisumbætur; þannig var neyðarlögum aflétt í Alsír og fjölmargir ráðherrar látnir taka pokann sinn í Oman.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.