Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 74

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 74
I n g i b j ö r g S ó l r ú n G í s l a d ó t t i r 74 TMM 2011 · 3 forystu nýrra hugmynda og umbreytinga. Nú telja þeir sig hins vegar orðna eftirbátar nágrannaþjóðanna. Við svo búið megi ekki standa. Arabíska vorið átti sinn þátt í því sáttaferli milli Fatah og Hamas sem leiddi til samkomulagsins í Kaíró á Nakbadaginn6 15. maí s.l. Báðar fylkingarnar gerðu sér grein fyrir að almenningur á herteknu svæð- unum hefur fengið sig fullsaddan af átökum þeirra sem hafa sundrað Palestínumönnum og auðveldað stjórnvöldum í Ísrael að deila og drottna. Átökin hafa leitt af sér ólýðræðislegt stjórnarfar þar sem hvor fylking um sig stjórnaði á sínu svæði í mjög óljósu umboði almennings. Ef fylkingarnar hefðu ekki skynjað sinn vitjunartíma er næsta víst að almenningur á herteknu svæðunum hefði risið upp rétt eins og almenn- ingur í Kairó eða Túnis. Með samkomulaginu í Kairó, tillögu um að fá fram viðurkenningu Sameinuðu þjóðanna í september á sjálfstæðu og fullvalda ríki Palestínumanna, bráðabirgða embættismannastjórn og áformuðum kosningum til forseta og þjóðþings í maí á næsta ári hafa Palestínumenn fengið sýn til framtíðar. Nái þetta fram að ganga geta þeir mætt til friðarviðræðna við stjórnvöld Ísraels með mun meira sjálfstraust og skýrara umboð en hingað til. Það er ekki bara þeim heldur líka Ísraelsmönnum og heiminum öllum til hagsbóta og eykur líkurnar á að niðurstaða fáist í s.k. „friðarferli“. Ísraelsríki hefur lengi státað af því að vera eina lýðræðisríkið á svæðinu en á undanförnum árum hafa ísraelsk stjórnvöld saumað æ harðar að því fólki sem gagnrýnir stríðsreksturinn á herteknu svæðunum. Skoð- ana- og félagafrelsi hafa verið settar ákveðnar skorður, hatursáróður gegn frjálslyndu fólki er útbreiddur og dólgslegir landtökumenn fara sínu fram nær óáreittir. En þá vaknar spurningin: Mun þetta breytast? Skynja Ísrelsmenn sinn vitjunartíma og mun arabíska vorið hafa áhrif á þá? Já, uppreisnarhreyfingarnar í arabaheiminum munu án efa hafa áhrif í Ísrael. Ungir, menntaðir Ísraelsmenn hafa margir áttað sig á þeim alvarlegu afleiðingum sem hernámið hefur fyrir einstaklinga og samfélag. Þeir sýna mikið frumkvæði og hugmyndaauðgi í baráttu sinni fyrir betra samfélagi eins og samtökin „Breaking the silence“ og „Combatant for peace“ bera með sér. Í báðum þessum samtökum starfar fólk sem hefur gegnt herþjónustu og tekið þátt í aðgerðum ísraelska hersins á herteknu svæðunum. Aðgerðirnar og hernámið stangast hins vegar á við siðferðiskennd þeirra og þau hafa m.a. safnað vitnisburðum frá fjölda hermanna um framferði hersins á herteknu svæðunum. Staða Netanyahu kann að vera sterk nú sem stendur en hann er í raun holdgervingur alls þess sem fólkið í arabaheiminum er að mótmæla. Hann er vissulega lýðræðislega kjörinn en engu að síður fulltrúi valda-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.