Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 79

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 79
A r a b í s k a v o r i ð TMM 2011 · 3 79 mörkuðum, stækkandi millistétt og sanngjarnri utanríkisstefnu. Þá var lýðræðisumbótum hrósað þó að viðurkennt væri að talsvert vantaði upp á gegnsæi í stjórnarháttum. Þessari mynd var haldið á lofti af fjöl- miðlum á Vesturlöndum og af stjórnmálaskýrendum. Þá hafði það sitt að segja að allt frá því Bush lýsti yfir stríði gegn hryðjuverkum í kjölfar 11. september hefur stríðið mótað mjög hug- myndir Vesturlanda um stjórnmál í arabaheiminn. Myndbirting araba í vestrænum fjölmiðlum er oftar en ekki af harðlínumönnum sem líta á Vesturlönd sem vígi úrkynjaðrar menningar og eru tilbúnir til að fórna lífinu fyrir islam. Þessi myndbirting hefur svo styrkst við síendurteknar yfirlýsingar Al-Kaída um stríð gegn Vesturlöndum, ríki islamista og sharialög. Pólitískum islamistum hefur því verið gefið mun meira vægi í umræðunni en ástæða er til enda hefur það hentað bæði stjórn völdum á Vesturlöndum sem og valdstjórnum í Miðausturlöndum sem hafa notað óttann við harðlínumenn í þágu eigin hagsmuna. Þessi áhersla á baráttuna við islam hefur breitt yfir þá staðreynd að víðast hvar í arabaheiminum er her og lögregla meiri ógn við lýðræðið en islamistar. Það hefur löngum reynst vestrænum ríkjum auðvelt að skipta hug- sjónum út fyrir hagsmuni. Þau hafa einfaldlega litið svo á að það væri öðru fremur þeirra hagur að varðveita stöðugleikann í Miðaustur- löndum og gera ekkert sem gæti veikt stöðu Ísraelsríkis á svæðinu eða ógnað gríðarlegum olíuhagsmunum þeirra. Þess vegna hafa stjórn- völd á Vesturlöndum, undir forystu Bandaríkjanna, stutt gerræðisleg stjórnvöld bæði beint og óbeint eins og tengslin við Sádi-Arabíu sanna best. Þetta vita allir í arabaheiminum. Innrásin í Írak í nafni lýðræðis var eins og blaut tuska í andlit þess fólks sem mátti sjálft búa við ólýð- ræðilegar valdstjórnir sem nutu stuðnings Vesturveldanna. Þess vegna er rótgróin tortryggni í garð Vesturlanda en nú virðist sem innrásin í Líbíu og stuðningur við uppreisnaröflin hafi skapað ákveðinn velvilja hjá almenningi í Arabalöndunum. En þá vaknar spurningin hvort Vesturlönd líti svo á að skyldan til að vernda nái til annarra landa, s.s. Sýrlands, Bahrain og Jemen þar sem almenningur þarf augljóslega á vernd að halda? En stjórnmál eru alltaf list hins mögulega og fátt bendir til að Vesturlönd telji skynsamlegt eða gerlegt að svo stöddu að storka áhrifum Sádanna á Arabíuskaganum. Þá njóta sýrlensk stjórnvöld þess sambands sem þau hafa við stjórnvöld í Íran. Segja má að harðlínu islamistar, sem boða stríð gegn vestrinu, séu eins og spegilmynd af þeim harðlínumönnum í Bandaríkjunum sem hafa gengið harðast fram í stríðinu gegn hryðjuverkum. Uppreisnirnar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.