Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Qupperneq 86

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Qupperneq 86
F i n n u r Þ ó r Vi l h j á l m s s o n 86 TMM 2011 · 3 inn brölti hún á fætur og skók sig ákaft, hörfaði svo eins langt og hún komst fram í stafninn, hvessti þaðan á mig gular glyrnur, þandar nasir. Hún stappaði niður framfæti, fast og strangt – líkt og til áminningar um einkar mikilvægt atriði, nokkuð sem öllu máli skipti. Ég þóttist skynja hvað það var. Og ég sá að hún var góð. Það kætti dónana mjög er ég stakk mér á sund, fullkunnugt um prófleysi mitt í þeirri grein. Hlátrarnir þögnuðu snöggt er ég vó mig um borð í bátinn. Lurinn gaf báðum skósveinum bendingar um að elta mig. Undirtektir reyndust nú dræmari en áður – annar skyndilega hugfanginn af skýjafarinu, hinn að sjá niðursokkinn í brýna naglhirðu. Einungis með örgustu formælingum gat hann att þeim af stað. Áður en vatnið svo mikið sem tók þeim í brjóst hljóðuðu þeir og híuðu, sneru við með miklum blæstri og andfælum. Hrottinn gerði þá sjálfur hálf- volga atrennu. Einnig hann varð frá að hverfa eftir fáein skref, tók að stinga við á leið til baka. Eftir stóðu kapparnir þrír í klofsjó innan um þarablöðkur og urðu skjótt fremur umkomulausir; byrjuðu að skjálfa og faðma sig, blása í kaun, sjúga upp í nefið. Það var og! Þeir lögðu ekki á djúpið. Þorðu ekki að þreyja sundið. Örfáum föðmum í burtu var ég þeim engu að síður kirfilega utan seilingar. Ég var hólpinn. Hugurinn skildi okkur að. Mér létti. Lét þó á engu bera. Ég virti dónana ekki viðlits. Hóf í staðinn með mestu hægð að koma mér fyrir í bátnum. Ég blístraði lagstúf og hellti úr skónum, vatt sokkana; missti út úr mér – mest við sjálfan mig – hvað ég gæfi fyrir manndóm þeirra sem yxi í augum annað eins lauflétt smáræði og þetta. Eða, ef því væri að skipta: dygð mæðra þeirra. Nú kom annað hljóð í kappana. Þeir gerðu sig framúrskarandi fróma á svip, urðu stimamjúkir og samtalsmeðferðarlegir í allri framgöngu. Mjálmuðu eitthvað um að þetta væri nu alt for langt gengið og alt bara eitt misforstáelsi, heilt únöðvendigt að vera so gróv og so ulekker og ondskapsfullr; ef du bara kommer tilbake og vi setter oss neð í rú og freð kann vi lösa þetta hér mál á sívílisertan máta, sem voksnir og fornúftugir menn, ikkesann? Ég tjáði þeim að hvorki væri ég tvævetr né heldur ein grillusjúk auðgiljuð heimasæta; yrði því seint bráðginntur af nokkru nýfundnu fölelsi þeirra um bróðurskap og samræðupólitík. Í öllu falli er með þannig ráðslagi fullseint í rass seilst svo sem mál hafa skipast. Á milli okkar er hyldýpishaf, kallað karlmennska – ykkur óvinnandi. Mín megin frá er jafnan fátt að sækja til baka og tröll taki ykkar mannjöfnuð!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.