Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Blaðsíða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Blaðsíða 87
E y l ö n d TMM 2011 · 3 87 En hva með vorn herra? Hva með hans ríki, hans kröfu til hollustu og borgerskapar? Hvað sem hans tilkalli líður, sagði ég, nær það ekki yfir borðið á þessum hér knerri. Hér um borð kannast enginn við ykkar herra. Nu. Altso, greit! Sem du önskar! Var tekið að örla á kátínu í svip þeirra? En sauðurinn? Hvort skaldu slá dinni eign á pening vors herra? Sjá sauður á öngvan herra. Nema ske kynni sjálfan sig. Gengur þær brautir er vill, bandalaus. Mun svo áfram gera, ráði ég nokkru. Jasso! Veldig bra. Du er sanlígvís einn spaugsamr gjaukr. Nú leyndust vart lengur viprur og kiprur í munnvikum þeirra og augnkrókum. Gott og vel, sagði ég, farið að leiðast þófið. Fyrst þið eruð þau tröll og þau fól að góðkenna bara þau bönd sem tengja þræl og hans herra: ef ég þá á þenna hér pening, svo og fé það allt sem af honum kann að koma – þá á fé það einnig mig. Ég ríki yfir því og það yfir mér, lýt aðeins því og það mér, þjóna því einu og það bara mér. Lát svo verða! Haha, ýtterst hýsterísk! Kanndu einn til? Þeir reyndu ekki lengur að halda aftur af flissinu. Kunnið þið trúa þeim hér típ? pískruðu þeir hýreygir sín á milli, með illa duldum augnpungum og olnbogaskotum. Sem þeir slepptu orðinu hljóp einn kempustór laxfiskur upp úr sjónum milli okkar. Baðaður sólinni örskotsstund var sem sjóður af dýru silfri gneistaði og glitraði á lofti allur í senn. Skepnan skall aftur í sæinn, þeytandi frissi og löðri á þremenningana svo þeir hrukku undan, hræktu og skóku sig. Ég þóttist sjá hér þyrfti vart frekari jarteikn. Sjá fiskinn í sjónum, sagði ég. Sjá lax þenna. Lýtur hann ykkar herra? Nei. Hann er frjáls. Fylgir ekki öðru en eigin nefi og náttúru. Svo er lund minni einnig farið. Og hafið þetta teikn til vitnis um að fyrr mun ég ekki góðkenna ykkar ríki en laxinn í sjónum. Fyrr ykkur auðnast að láta hann éta úr lófa ykkar, fyrr þið girðið hann af, ráðið öllum hans ferðum, hafið í hendi ykkar öll hans ráð, líf hans háð þumli ykkar einum – þá mun ég ekki heldur líta upp til Lubba kóngs, þessa uppskafnings sem þið maðkar og undirlægjur skríðið fyrir. Hve miklu þeir náðu af þessu fyrir eigin hláturrokum, upphrópunum og læraslætti veit ég ekki. Þá þeir máttu mæla var helst á þeim að skilja að þeim þætti útséð með fortölur við mig; ég væri ein herlega merkverðug típ og skikkelig rar í kollinum, opinbart orðinn heilt glimrandi gal og sinnsjúk. Mér var vandséður tilgangur með að skattyrðast frekar við lítilmenni. Fleyið var traust og gott, búið rá og reiða. Það yrði farmiði minn til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.