Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Qupperneq 88

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Qupperneq 88
F i n n u r Þ ó r Vi l h j á l m s s o n 88 TMM 2011 · 3 frelsisins, aðra leið. Rollan hafði róast, stóð nú hnakkakert í stafni og horfði til hafs, smájarmandi af óþreyju. Hún krafsaði af og til í kjölinn, óðfús að komast af stað. Mér var ekkert að vanbúnaði. Ég skar á stjór- ann, rétti að skilnaði handlegginn hátt til lofts án þess að líta við – reisti hirðinni níðstöng af sjálfum mér. Svo hífði ég segl, venti stýrinu skarpt og beindi stefni út fjörðinn. Fyrr en varði freyddi um bæði borð. Fjörðurinn víkkaði. Mynnið var varla langt undan, handan við það bara opið haf, kringla heimsins – mare incognitum. Eitthvað hlaut þó að koma upp úr kafinu. Eitthvað hlaut mér að leggjast til, minnst rétt meðan þessir kónar kældu sig niður. Mér rifjuðust upp sagnir um ey við ysta haf, gósenland í fjarska loðið af viði og alsett reka, hvar smjör draup af strám og allt kvikt af hval og fiski og fugli og menn gætu lifað frjálsir í friði … Þið vitið. Þekkið fram- haldið, svona sögur. Það eru alltaf þessar eyjar. Griðlönd, frelsisvinjar. Aldrei hér og nú. Alltaf langt í burtu, annars staðar, einu sinni. En hægan, á hinn bóginn: Það voru eyjar út um allt. Aðrir höfðu rambað á þær. Fundið sér eitt stykki ey hvar þeirra orð urðu lög, fest þar rætur og búnast vel, eigin herrar. Hví ekki ég? Hví skyldi ekki rísa mér land, eitt lítið eyjarkorn? Við nánari skoðun hlaut að hafa öll rök gegn sér að ekkert ræki kollinn upp úr öllu þessu hafi, ef ég bara sigldi nógu lengi, nógu langt. Ég hafði engu að tapa. Heima beið einungis hirting og kúgun. Hví ekki að halda til hafs? Bara veðja á bláan og vona hið besta? Eins og vindar blésu virtist áhættan öll vera einmitt af hinu: að sigla ekki. Það er alltaf möguleiki á ey. Maður skyldi aldrei útiloka ey. Vitaskuld hlýtur hver maður alltaf, einhvers staðar, einhvern tímann, að finna sína fyrirheitnu ey. Það verður ey. Það þarf bara pung til að sigla. Og það var ey. Sem fleiri en ég fundu. Aðrir strákar flýðu sömu ógn, höfðu þreytt sín sund, séð reginhaf mannkostanna opnast milli sín og fénda sinna. Eineltisbörn, alveg eins og ég. Bókstaflega – ég var eins og milli tveggja spegla, fjölfaldaður úr augsýn til beggja handa, frumgerð og afsteypur fullkomlega samtaka. Hlið við hlið eftir endalausa hlið skjögra lotnir sæhraktir menn upp svarta fjöruna eftir breiðfylkingu af rollum. Allir í sama járnbenta sovétprófílnum – rétt nef, snör augu, boldangshökur, rokkstjörnuhár. Þeir hafa komist í feitt á leiðinni, pikkað upp stelpur: hver dregur á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.