Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Síða 89

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Síða 89
E y l ö n d TMM 2011 · 3 89 hárinu sína dömuna. Álútar og andlitslausar snökta þær undir strengdu ljósrauðu hári, kippast fram með hverjum rykk, hálsmjóar, grannaxla; gegnum tötra glittir í fölfreknótt hörund. Mölin skruðar og marrar, þríradda kór undan samhæfðum skrefum klaufa – fóta – lófa og knjáa. Raðirnar þrjár þokast að skógarjaðri. Það þusar í laufi, brestur í kvistum. Ákaft píp er felmtraðir fuglar skjótast sitt á hvað. Og birkið lykst hvíslandi um landnemana. Féð rennur rakleitt til fjalls. Mennirnir rétta úr sér allir í senn. Goð- um líkir makkar rísa yfir smálaufgu limi. Þeir berja óspjallað landið lostugum augum, sleppa konunum. Þrífa svo hríslur og hnyðjur, tendra kyndla og hefja á loft, hlaupa eftir rollunum. Fyrst lék allt í lyndi. Við fórum eldi um landið, gerðum það okkar. Dag frá degi brutum við okkur jörðina, flettum hana klæðum – ruddum skóginn, hjuggum hann, brenndum og beittum. Við húsuðum bæi og hlóðum garða. Ræstum fram mýrar, plægðum, sléttuðum: allt samhliða, öxl við öxl. Við rákum handleggi á kaf í rauðar mýrar, komum upp með járn, smíðuðum ljái og pála, plóga, axir. Þó hver ynni að sínu vorum við sem einn hugur, fylgdumst að í hverri framkvæmd, samstíga niður í smæsta torfusnepil, sérhvern stein og strá. Við gengum að starfi þétt saman, bak í bak, hlið við hlið; þess ávallt þó gætt að troða ekki hinum um tær. Það var ósagt en heilagt. Enginn garður var öðrum hærri. Gæðum var jafn- skipt: fé jafnmargt, hús jafnstór, hestar jafnvakrir. Á leikum var glímt til þrautar en hvorgi varð undir, að drykkju spúðu báðir í senn. Þannig var samstaða okkar. Alveg jafnir og alveg sáttir, samtaka hvert skref. Við mæltum fátt en þarft; ef augu okkar mættust létum við nægja að nikka. Við gáfum á garðann, surðum konuna, hirtum hey og slátr- uðum fé; gáfum enn, surðum og hirtum, slátruðum, gáfum surðum … Þannig vatt öllu fram í undraverðri samstillingu og bróðerni. Allt uns granni minn tók að ganga á rétt minn. Eins og margir harmleikir hófst þessi svo sem nógu lítilfjörlega. Ein- hverju sinni er við litumst fannst mér sem skyggði fyrir í augum hans. Ekki nema blik en ills viti engu að síður. Þá hann sá ég gaf því gaum lét hann það jafnskjótt hverfa. Eitthvað í svip hans sveik þó þungan hug undir niðri. Er á leið styrktist grunur minn. Enda þótt hann segði ekkert nægðu honum hegðunin ein og svipbrigði til að skaprauna mér. Andóf mitt apaði dóninn jafntímis eftir mér. Hann át upp allar mínar ásak- anir, rök og réttlætingar, sneri þeim á sjálfan mig. Ég vissi af fenginni reynslu að þetta var aðeins forsmekkur. Af engu tilefni, án nokkurs
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.