Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Síða 91

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Síða 91
E y l ö n d TMM 2011 · 3 91 mönnum að ástunda þess háttar knattleik við túngarða, enda þótt háir væru. Hann svaraði engu. Mátti þó glöggt heyra, hve mjög sem hann reyndi að hemja öndina, að síst var hann ómóðari. Og fleira grjót féll ekki mín megin garðs. Að því hlaut þó að koma að milli okkar syrfi til stáls. Vegna friðelsku minnar og spektar tókst mér í lengstu lög að komast hjá því. Að endingu urðu samt býsnirnar slíkar að einvígið varð ekki umflúið. Ég var afbæjar. Fór um lönd mín og gætti að merkjum; rétti við, færði út og til betra lags þau er ég þóttist sjá að þokað hefðu eða fallið, víst fyrir hans þrotlausa ágangi. Líkt og jafnan vissi ég fólið fylgja mér álengdar. Hann þóttist á eigin vegum, gekk þó sín megin svipaðar götur og mændi til mín, kom þannig upp um sig. Slík samfylgd var orðin mér daglegt brauð. Jafnvel líka eftiröpun hans, að fylgja hverju viðviki mínu í ystu æsar – auðvitað til að ögra mér og egna til atlögu. Fram til þessa hafði ég staðist þá flugu. Umrætt sinn fór hinu sama fram. Að því kom ég nam staðar, leysti niðrum mig, bjóst til að kasta af mér vatni. Hann fór eins að í öllu. Ég leiddi það hjá mér sem fyrr. Játa þó að svo höfðu eiturdropar hans holað stein ásetnings míns að athygli mín dvaldi meira en skyldi við hann. Nauteygur starði hann á móti uns loks ég viknaði, vék sjónum annað. Það varð hið síðsta sinn ég vægði undan áleitni hans. Af rælni varð mér litið hvert hann mé. Augu mín lásu heiðgula bununa fram alla braut sína, allt til freyðandi enda í lind hinni hægu sem greindi að lönd okkar – þeirri sömu og var vatnsból mitt eigi alllöngu neðar. Viðlíka óhæfu gat ég auðvitað engum þolað. Við brunnmígur runnum saman með herópi miklu, án þess svo mikið sem auðnast að hysja upp brækurnar. Slík var forherðing hans að veita mér aðför en þess utan skemmra en mig uggði millum okkar – eða vart gat ég einn lagt niður vopn til að gyrða mér brók, gefið þannig höggstað á mér? Við hófum að höggva hvor annan, ótt og fast. Brækurnar þvældust um hæla okkar svo nokkur trafali gerðist af. Atgangan hélt þó ótrauð áfram, í engu sparað aflið og kappið. Stundum við báðir og blésum undan lögunum. Á ég þá við okkar eigin, þau er veitt voru. Svo undarlega vék þannig við að okkur virtist með öllu ófært að koma lagi hvor á annan. Eftir sem áður, í illu jafnt sem góðu, var slíkt jafnræði með okkur. Söx okkar mættust á lofti, skullu saman með gný og gneistum, héldust svo samnjörvuð en án þess að bifast frekar, allt uns við hopuðum, hjuggum á ný. Vatt þá öllu á sama veg. Milli okkar varð fullkomið þrátefli. Við tókum að mæðast mjög og sveitast. Þó við andköfum lægi og örmögnun
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.