Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Side 92

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Side 92
F i n n u r Þ ó r Vi l h j á l m s s o n 92 TMM 2011 · 3 var þó fjarri mér að létta meðan hann, þrjótur sá og frumhlaupsmaður, dró hvergi af sér. Fór svo fram nokkra hríð. Loks vorum við fast að lotum komnir. Okkur að óvörum gall þá við rödd rétt hjá: Hér eigast við kotkarlar mörlenskir berrassa og svo náið að er sem einn maður ólmist saman. Merkilig þau glímutök. Eða hvort skyldi nökkvuð annað búa að baki fangbrögðum þeim en leikur einn ellegar hólmganga? Hvort mun hér fnæst af frækni eða frygð? Þessu fylgdi hlátur fáeinna manna, mjög prúður og pempíulegur. Ég lét saxið síga og leit við. Skammt frá stóðu nokkrir litklæddir menn í hóp. Meðal puntmennanna kenndi ég samstundis einn: engan annan en Lubba kóng. Hinn hærði og huglausi eineltisdólgur var vaxinn úr grasi. Hafði jafnvel rakað sig og greitt ekki óvendilega, farið í betri fötin. Ég þekkti hann þó enn fyrir sama þræl og ég hafði kvatt í miður góðu endur fyrir löngu. Orð fyrir hirðinni hafði samlandi minn, mér óþekktur. Hann var vænn sýnum en með veika höku og vota vör, herptur til augna og munns, svipurinn dimmur og drambsamur. Við granni minn máttum enn eigi mæla fyrir mæði sakir, stóðum aðeins og hölluðumst hvor upp að öðrum. Fékk sá stuðningur aðeins varið hvorn okkar falli að við hvíldum í örmum hins. Kóngsmaður vék sér þá nokkru nær okkur, mælti enn, sýnu hærra og djarflegar. Konung fýsir að vita hvort þér snöggklæddir sveinar farið um hönd- um og þuklið hinnannan í gamni ellegar alvöru? Hlátur. Og með hverjum korðum þér keppið að holstinga hinnannan og þá í hvern stað? Meiri hlátur. Kóngsmanni jókst enn ásmegin. Hann hætti sér alveg upp að mér, brá upp holdskörpum fingri og galaði til kumpána sinna, letrandi orðin í loftið um leið: Ber er hver að baki … Ég neytti þá síðustu kraftanna, rak honum slíkan snoppung að ekki þurfti fleiri. Fíflið lá ómáttugt eftir. Loðmennið bandaði hendi. Annar fulltrúi sté fram, líkt og holdbirtist úr loftinu, steyptur í mót hins. Af leiguþýi virtist hann eiga nóg. Sá hélt sig í öruggri fjarlægð en tók saumlaust við orðinu og botnaði: … nema sér konung eigi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.