Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 95

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 95
E y l ö n d TMM 2011 · 3 95 frumburðarrétt vorn í eigin ríki? Hvað með hið helga fullveldi vort, lög- söguna, sjálfræðið? Hann hló. Þið eruð þykkskelja sem fyrri daginn, Eylendingar. Eða því óskammfeilnari að þykjast ekki sjá að það sem þið sjálfkjörnir höfð- ingjar kallið fínum nöfnum og hafið til veðfjár og dægradvalar hér í fásinninu, óbundnir nokkru nema seinsaddri lyst ykkar sjálfra, er öllum öðrum sálum sem hírast á þessu skeri hin örgustu öfugmæli: Helsi, stjórnleysi. Dauði og djöfull. Eða veistu annars hverja uppfyndingu yðar erlendir menn telja mestum tíðindum sæta frá því þið brutuð hér skip ykkar? Ég fylltist nýrri von. Vér nutum þó altént einhvers staðar stuðnings og sannmælis! Það er einsýnt, svaraði ég, og mun vera þing vort og samfélagsskipan, þjóðveldið, frelsisástin, félagsþroskinn … Hann greip fram í: Náðarsamlegast! Sá kjaftaklúbbur? Sá lög króka- leik völlur? Aldeilis ekki. Nei. Hið eina sem erlendir menn láta sig héðan varða, sem hoknustu spekingar hvarvetna klóra sér allar hærur úr kolli yfir, er sá þrautreyndi galdur og list hérlendra herbænda í rað- brennuaðförum sínum að fá hvað eftir annað, þvert ofaní öll þekkt nátt- úrulögmál, ekki nógmeð glætt eld í heldur blátt áfram kolað hver fyrir öðrum þau hráblautu jarðbyrgi sem þið kallið mannabústaði – einbera mold og grjót! Mér flaug í hug að bjóða kóngsmanni bara að líta í kringum sig, sjá þar með allan galdurinn. Eða réttara sagt: sjá ekki – að sönnu var þá þegar mjög tekið að sneyðast um trjávið í landinu. Ég lét þó ekki gabba mig út í gaspur um innlend hernaðarleyndarmál. Hér var og annað og enn meira í húfi: hin brýnasta utanríkispólitík, velferð og heill sjálfs ríkis míns. Ég var rétt að ná áttum, varla kominn í gang, taldi málstað minn mjög vanfluttan, ýmsar yfirgripsmestu hliðar málsins lítt eða vart þæfðar. En dóninn varnaði mér frekara máls. Hnepptu grautarholunni góurinn! Hversu kjaftagleiður sem þú annars ert mun þrætubókin ekki gagnast þér nú. Þetta er frágenginn hlutur. Búið og gert. Bara eftir að kvitta undir. Úr pússi sínu dró kóngsmaður bókfell og rétti í átt til mín. Ég hreyfði mig hvergi. Hann hristi plaggið, otaði að mér. Að óskrifuðu, sagði hann hægt, skal hlutskipti þitt útskúfun. Ein- angrun. Kotvist og brauðstrit, ævinlega. Ég krosslagði arma um brjóstið. Bjóst til að þola píslir og dauða fremur en leggja nafn mitt við slíka svívirðu. Þrátt fyrir allt var ég þess
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.