Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Blaðsíða 99

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Blaðsíða 99
TMM 2011 · 3 99 Birgir Sigurðsson „Ég er kötturinn með tíu lífin“ Við Gunnar Reynir Sveinsson tónskáld kynntumst í Amsterdam haustið 1967. Þar var hann að ljúka framhaldsnámi í tónsmíðum en ég var hættur kennslu og kom- inn þangað til söngnáms. Áður hafði ég heimsótt Gunnar, þegar hann var í fríi heima á Íslandi, til þess að fá leiðbeiningar um gistihús í Amsterdam meðan ég væri að finna fastan samastað. Gunnar var einstaklega elskulegur, gaf mér upp heimilisfang í borginni og sagði gistihússtjórann þar mikinn vin sinn. Ég kom til Amsterdam sársvangur seint um kvöld, fann staðinn og leist ekki á blikuna: Ég var kominn inn í lítinn og skuggalegan matsal. Mér sýndist hann fullur af glæponum, dópistum og mellum. Og öll störðu þau í forundran á fallega nýja frakkann minn, hvítu skyrtuna og bindið. Slíkur fatnaður hafði greinilega ekki sést á þessum stað í aldaraðir. Vinur Gunnars var ekki viðlátinn. Ég fékk eina lausa herbergið. Gluggalausa og skítuga skonsu. Á veggnum ofan við rúmið voru drullulegir taumar, uppþornuð æla sýndist mér. Það þyrmdi yfir mig en ég var þreyttur aftir leiðinlega lestarferð frá Luxemburg, háttaði og steinsofnaði undir ælutaumunum. Svefninn varð ekki langur. Ég vaknaði við hamslausar samfarir í herberginu við hliðina á mér, húsið svo hljóðbært að mér fannst þau vera uppí hjá mér. Mér tókst þó að blunda milli atlagna. Undir morgun vaknaði ég við sáran sting í bakinu. Ég stökk fram úr og kveikti; oddhvass endi á gormi stóð upp úr dýnunni. Kominn út úr þessu greni hringdi ég í söngkennarann minn. „Hvar ertu?“ spurði hún. Ég nefndi götuna og það varð þögn í símanum. Svo sagði hún: „Komdu þér strax burt frá þessum stað. Þetta er hættulegt hverfi.“ Ég hugsaði Gunnari þegjandi þörfina. Ég las honum pistilinn þegar hann kom út til Amsterdam skömmu síðar. Hann þagði meðan ég lét ganga dæluna. Svo brosti hann og sagði: „Lífið í útlöndum er ekki eins og að kenna í gaggó,“ lagði handlegginn yfir herðarnar á mér og sagði: „Eigum við ekki að fá okkur sénever? Hann er góður við öllum verkjum.“ Brosið svo elskulegt, hlýtt og sjarmerandi, að mér urðu öll vopn laus í hendi og fann að ég hafði verið að skvetta vatni á gæs. Hvað átti að gera við svona mann? Taka þessu. Það voru ekki aðrir kostir í boði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.