Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Qupperneq 100

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Qupperneq 100
B i r g i r S i g u r ð s s o n 100 TMM 2011 · 3 Þannig var upphafið á vináttu okkar Gunnars. Ég vissi aldrei hvers vegna hann sendi mig á þennan stað í Amsterdam. Sér til skemmtunar eða mér til uppfræðslu? Sjálfur var hann þannig innréttaður eftir að hafa jazzað á allskonar stöðum í stærstu borgum Evrópu sem kornungur maður að hann gat verið svo sem hvar sem var og fannst líklega ég ekkert of góður til að geta það sama. Í framhaldi af þessu varð mér ljóst að hann hafði nærri geníala hæfileika til að umgangast fólk. Mér fannst til að mynda húsmóðirin þar sem hann hafði kost og logí í meira lagi illyrmisleg. Gunnar kallaði hana mömmu og hún dekraði við hann. „Hvernig geturðu kallað þessa kellingu mömmu?“ spurði ég hneykslaður. „Hver maður þarf sitt, Biggi minn,“ sagði hann. Þessi umgengnisviska var runnin honum í blóð og merg. Þann tíma sem við vorum í Amsterdam hittumst við svotil daglega og höfðum mikla þörf hvor fyrir annan; þegar ég fylgdi honum heim að kvöldi fylgdi hann mér aftur heim og svo öfugt, stundum slag í slag þar til komið var langt fram á nótt, því við höfðum um svo margt að tala. Mér fannst hann skilja mig betur en aðrir menn og stundum betur en ég sjálfur. Hann fór veikur heim til Íslands um miðjan vetur. Ég hætti að syngja og byrjaði að yrkja. Ljóðabók mín „Réttu mér fána“ kom út haustið 1968. Þá var ég orðinn skólastjóri í Gnúpverjahreppi. Svo það var langt á milli okkar vinanna á þeirra tíma mælikvarða. En ég fór furðu oft í bæinn. Oft beinlínis til að hitta Gunnar. Árið 1970 var ég kominn talsvert áleiðis með ljóða- og textaflokk sem ég nefndi „Á jörð ertu kominn“ og sýndi Gunnari. Hann varð upptendraður og byrjaði fljótlega að semja tónlist við flokkinn. Bæjarferðunum fjölgaði og samtölin um flokkinn og tónlistina lengdust og dýpkuðu. Stundum yfir sénever sem „er góður við öllum verkjum“. Þetta átti að verða jazzkantata með kór og einsöngvurum og kammersveit jazzspilara, vinum Gunnars. Hann spilaði fyrir mig hendingar á píanóið, ekki mikill píanisti (en þeim mun meiri víbrafónleikari), en hugmyndir hans komust þó til skila og það gerðu mínar líka. Við samhæfðum okkur en hélt þó hvor sínu. Jazzkantötuna „Á jörð ertu kominn“ átti að flytja á Listahátíð 18. júní 1972 í Austurbæjarbíói. En af því varð ekki. Við félagarnir komumst ekki lengra en í prentaða dagskrá hátíðarinnar því skömmu fyrir tónleikadaginn veiktist aðalsóló- istinn, Viðar Alfreðsson, af beinhimnubólgu en hann átti að spila bæði á horn og trompet í verkinu. Dagblaðið Tíminn birti frétt um þetta 11. júní með fyrirsögninni: „ÆTLA AÐ „JAZZA“ Í KIRKJU PÁFA.“ Í fréttinni segir meðal annars að Gunnar Reynir Sveinsson sé „aldeilis ekki af baki dottinn“ þótt flutningurinn á jazzkantötunni hafi fallið niður. „Gunnar ætlar nefni lega að láta flytja þetta verk sitt í Landakots- kirkju á hausti komanda. Ætli það verði ekki einhvern tíma um miðjan september, sagði Gunnar hinn hressasti í viðtali við Tímann í gær og lét falla orð í þá átt, að varla yrði páfinn á móti slíku enda hafa mörg böllin verið haldin í kirkjum á umráðasvæði páfa í Hollandi, án þess að hann setti út á það. Gunnar sagði, að það hlyti að vera dásamlegt að „jazza“ í Landakotskirkju, hún væri eina kirkjan hér sunnan fjalla sem væri með sál.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.