Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Síða 112

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Síða 112
Ó l a f u r Pá l l J ó n s s o n 112 TMM 2011 · 3 skiptir tvennt máli. Annars vegar hverjar þessar athafnir okkar eru og hvaða afleiðingar þær hafa og hins vegar: ef í ljós kynni að koma að þær hafi alvarlegar afleiðingar, hvort það geti talist vörn í málinu að sambærilegar athafnir eru ekki bara viðteknar á Íslandi heldur beinlínis landlægar um öll Vesturlönd. I Víkjum að fyrra atriðinu fyrst: Þessum hversdagslegu athöfnum og þeim afleiðingum sem þær kunna að hafa. Kjarni málsins – alltjent sá kjarni sem gerir það að siðferðilegu máli yfirleitt – er að hversdagslegar athafnir okkar reiða sig á aðgang að gæðum sem eru í senn (i) sam- eiginleg öllum jarðarbúum, (ii) af skornum skammti og (iii) ekki í eigu neins. Þessi gæði eru andrúmsloftið, eða öllu heldur geta lofthjúpsins til að taka við mengun án þess að vistkerfi jarðar verði fyrir verulegu tjóni. Þessi gæði eru líka sjórinn sem súrnar hægt og bítandi en ákveðið.1 Nú er það svo að mannkynið hefur þegar gengið verulega á þessi gæði – bæði hefur miklu magni af koltvísýringi verið dælt út í andrúmsloftið síðan iðnbyltingin hófst og á sama tíma hefur vistkerfum jarðar hrakað mjög sem veldur því að geta lofthjúpsins til að taka við mengun er verulega skert. Það flækir að vísu málið að lengi vel gerði fólk sér ekki grein fyrir því hvert ástandið væri – hvorki að þanþol lofthjúpsins hefði minnkað né hversu alvarlegar afleiðingarnar gætu orðið. En nú eru a.m.k. 10 ár síðan nægjanleg gögn lágu fyrir til að sýna að ástand lofthjúpsins er ekki gott og að það eru lifnaðarhættir fólks – einkum Vesturlandabúa – sem valda þar mestu.2 (1) Það er réttlætiskrafa að sameiginlegum gæðum, sem eru í senn mikilvæg og af skornum skammti, sé skipt jafnt. Með því að losa gróður- húsalofttegundir reiðum við okkur á takmarkaða getu lofthjúpsins til að vinna úr mengun, og því meira magn slíkra lofttegunda sem við losum, því minna svigrúm er fyrir aðra til að losa gróðurhúsalofttegundir. Staðreyndin er sú, að ef þessi við erum fólk á Vesturlöndum, þá höfum við, í áranna rás, verið frekari á þessi gæði en hinar vanþróaðri þjóðir. Og enn þann dag í dag tökum við til okkar miklu meira en okkar skerf. Þegar við erum spurð, hvers vegna við gerum það, þá er svarið einfalt: „Við þurfum á þessu að halda til að hjól atvinnulífsins haldi áfram að snúast á fullum hraða.“ George W. Bush orðaði þetta með einkar skýrum hætti þegar hann neitaði að taka þátt í Kyoto-samstarfinu. Hann sagði einfaldlega:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.