Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 120
120 TMM 2011 · 3
Helgi Haraldsson
Til minningar
um Valerij
Pavlovič Berkov
(11. ágúst 1929–9. október 2010)
„Það er óhugsandi að gera
fullkomna orðabók, en að því ber
að stefna.“ VPB
Þegar Valerij Berkov varð fimmtugur, í
ágúst 1977, var honum send þessi vísa:
Til hamingju með hálfa öld,
heillakarlinn fróði.
Lifðu enn um árafjöld
orðasmalinn góði.
Þá átti hann 31 ár eftir ólifað.
Orðasmali var Valerij Pavlovič Berkov í
orðsins fyllstu og bestu merkingu. Hann
var tvímælalaust meðal fremstu orða-
bókafræðinga heims, ef ekki sá allra
fremsti. Þannig er með flesta þá sem
lexikografíu stunda að annaðhvort
skrifa þeir og setja fram fræðilegar
kenningar um orðabækur, eða semja
orðabækur.
Valerij gerði hvorttveggja. Frumraun
hans á því sviði var Íslenzk-rússnesk
orðabók, sem kom út í Moskvu árið
1962. Svo kom mikil rússnesk-norsk
orðabók 1987; hann ritstýrði stórri
norsk-rússneskri orðabók sem birtist
2003. Rússnesk-norsk orðabók yfir fleyg
orð kom árið 1988 sem og rússnesk
orðatiltæki í myndum, hann átti aðild
að Russian-English dictionary of winged
Í s l a n d s v i n a m i n n s t
words (1984). Bækur hans (um 20 tals-
ins) og greinar með fræðilegri umfjöllun
bæði um orðabókarfræði, orðfræði (lex-
ikológíu) og málvísindi almennt nálgast
hundraðið, þ.á m. kennslubók í norskri
orðfræði sem hann svo þýddi á norsku,
yfirgripsmikil lýsing allra germanskra
nútímamála, jiddíska og afrikaans ekki
undanskilin. Hlutur íslensku í þeirri
bók er ekki umkvörtunar efni. Það er
mikið mein að hún skuli ekki hafa verið
þýdd á aðgengilegar tungur.1
Auk þess samdi hann mörg kennslu-
gögn fyrir nemendur í norrænum mál-
um og almennum málvísindum.
Helstu æviatriði þessa merka fræði-
manns og Íslandsvinar eru þessi:
Pavel Naúmovič Berkov og fjölskylda
hans – konan Sofja Mikhajlovna og son-
urinn Valerij Pavlovič – voru meðal
þeirra heppnu sem tókst að flytja frá
Leningradborg eftir að umsát Þjóðverja
um borgina hófst. Umsátin stóð í 900
daga. Rösklega ein miljón manns svalt í
hel2.
Bókmenntafræðingnum Pavel Berkov
stóð til boða kennsla við ýmsa háskóla
og valdi kennaraháskólann í Frúnze (nú
Biškek), höfuðborg Sovétlýðveldisins
Kirgisistans (Kirgisíu) á landamærum
Kína og Sovétríkjanna, en háskólinn var
fluttur til smábæjarins Przhevalsk, sem
lá fjórum sinnum nær kínversku landa-
mærunum en næstu járnbrautarstöð,
því að stríðs reksturinn þurfti á húsnæði
hans í Frúnze að halda. Þarna var ekkert
rafmagn, engin vatnsveita né almenn-
ingsfarartæki. Hins vegar bókasafn sem
pilturinn Valerij stundaði grimmt. Í
skólanum lærði hann þýsku, lagði sig
eftir tungumáli landsmanna (kirgisíska