Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Qupperneq 121

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Qupperneq 121
Í s l a n d s v i n a m i n n s t TMM 2011 · 3 121 er af tyrknesku málaættinni), skóf kennslubók í spænsku og hóf enskunám á eigin spýtur. Einn góðan veðurdag fann Valerij rússneskar þýðingar á verkum Ibsens og Hamsuns á bóka safninu. „Þar með voru örlög mín ráðin. Ég vissi að norska yrði mitt viðfang og vinna. Ég var 14 ára þá, en hef aldrei séð eftir því vali.“3 Í fjallalandinu Kirgisíu fékk hann annað áhugamál sem fylgdi honum æ síðan: Fjallgöngur. (Löngu síðar tók hann þátt í leiðangri sem Leningradhá- skóli stóð fyrir og átti (í hálfkæringi eða gríni) að vera „leit að Yeti, snjómannin- um ægilega“). Tveim árum síðar losnaði húsnæði hákólans í Frúnze, Przhevalsk var kvatt, og 1944 gat fjölskyldan snúið heim til Leningrad, þar sem háskólinn var aftur tekinn til starfa. Klukkan níu að morgni 1. september 1946 hóf Valerij nám við nýstofnaða norrænudeild Leningradháskóla, sem laut stjórn þess ágæta fræðimanns og Íslandsvinar Mikhails Ivanovič Steblin- Kamenskijs, sem á íslensku kallaði sig Mikjál Jónsson. Á uppvaxtarárum Valerijs á 4. áratug 20. aldar var ógnarstjórn Stalíns í hámarki. Fólk var handtekið á færi- bandi, oft að því er virtist af handahófi, og átti sjaldnast afturkvæmt úr klóm NKVD. Fjölskylda Valerijs fór ekki var- hluta af þessu. Pavel Naúmovič var handtekinn og fluttur til Moskvu. Allir sem voru hnepptir í varðhald voru sekir nema annað sannaðist. Það gerðist hins vegar aldrei. Venjulega voru tilteknar sakir ekki bornar á fólk: því var gert að semja afbrot sín sjálft. Þeir sem þrjósk- uðust við höfðu einfaldlega verra af. Pavel Berkov lét sig að lokum og játaði á sig njósnir fyrir Þjóðverja. En þá var kvótinn af Þýskalands njósnurum fullur, svo að þessu var breytt í njósnir fyrir Austurríki. Hæfði það ekki síður, því að hann hafði stundað nám í Vín. Það var því kraftaverk að Pavel Ber- kov var látinn laus. Ekki verður endan- lega úr því skorið hvað kom til. Kona hans hafði sýnt það einstaka hugrekki að fara til Moskvu á fund ákærenda með skjalfesta yfirlýsingu um sakleysi hans, vottaða af starfsbróður hans í háskólanum, sem með þessu hætti lífi sínu. Hitt kann þó að hafa skipt höfuð- máli, að einhverjir áhrifamenn munu hafa komist að þeirri niðurstöðu að það liti betur út ef einhverjir af hinum hand- teknu teldust saklausir, og til að punta upp á voru nokkrir fangar látnir lausir, þ.á m. Pavel Naumovič. Það voru því mikil viðbrigði við það sem á undan var gengið þegar Pavel Berkov var valinn í hóp sérfræðinga og menntamanna sem sérstök ástæða þótti til að bjarga úr umsátinni um Leningrad eins og fyrr segir. Í téðum drögum að sjálfsævisögu lýsir Valerij gjörla háskólanámi sínu. Það er nær ógerningur fyrir Íslending í dag að skynja þann veruleika sem þar um ræðir. Frama og velgengni gátu menn að vísu uppskorið með frábærum fræðileg- um árangri, en öruggasta leið fyrir met- orðastritara var að fara „flokksleiðina“. En einnig þar giltu flóknar leikreglur, og Valerij verður einmitt tíðrætt um leikreglur í frásögn sinni. Lýsing hans er ítarleg og ekki fögur, en of langt mál yrði að fara nánar út í þá sálma hér. Illu heilli lýkur minningabrotum Valerijs áður en að íslenskunámi hans kemur, en enginn vafi leikur á því að þá bakteríu hefur hann þegið af læriföður sínum Steblin-Kamenskij (Mikjáli Jóns- syni), sem honum verður skiljanlega tíð- rætt um í frásögn sinni. Sá sem þetta ritar átti því láni að fagna að kynnast
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.