Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Síða 124

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Síða 124
Í s l a n d s v i n a m i n n s t 124 TMM 2011 · 3 sögn hans, helstu tekjur þjóðar búsins sóttar í greipar Ægis, en elja og atorka landsmanna hafa samt sem áður skapað velsæld og velferð meðal þjóðar sem þá taldi ekki nema rúmlega 200 þús. manns. Vinnudagur flestra Íslendinga er allt að 11 tímum, annaðhvort vegna yfirvinnu eða aukavinnu. Vegna fólksfæðar er fráleitt að lifa af ritsmíðum einum saman. Valerij nefnir til mann, skólavörð grunnskóla á Akur- eyri, sem verður að drýgja tekjur sínar með því að taka til og hreinsa í skólan- um og skólalóðinni, „vera húsvörður, öskukarl og ræstingakona“. „Samt gaf hann út nýlega ágætt smá- sagnasafn“, segir Valerij. Íslendingar hlífa sér ekki við erfiðis- vinnu og virða hana. Fólk er metið eftir mannkostum fremur en atvinnu. Valerij tilfærir sögu af manni sem mætti kunn- ingja á götu á Akureyri með nýjar kart- öflur í hjólbörum, og spyr hann, hvers vegna hann taki upp svona seint. „Ég geri þetta fyrir hann bróður minn“, var svarað. „Hvers vegna tekur hann ekki upp sínar kartöflur sjálfur?“ – „Hann lenti í öðru, hann er orðinn utanríkis- ráðherra.“ Þetta var ein af uppáhaldssögum Valerijs. Rétt eins og Steblin-Kamenskij hyllti hann jöfnuðinn í íslensku samfé- lagi: Nokkrir íslenskir velunnarar buðu honum eitt sinn í kynningarferð út á land, og fannst honum mikið til um að bílstjórinn sem fenginn var til að aka þeim settist að snæðingi með hinum á leiðinni og tók þátt í samræðum við matborðið eins og ekkert væri sjálfsagð- ara. Annað eins hefði verið óhugsandi í „fyrsta ríki bænda og verkamanna“. Og reyndar víðar. Eitt sinn var Valerij farþegi með Eyjólfi Árnasyni á leið til Kópavogs. Þá hirtu þeir af götu sinni konu nokkra því að bíll hennar var orðinn bensínlaus. Hún þáði far og lét móðan mása. Eyjólfur vildi kynna henni samferðamann sinn: „Þessi maður er frá Leningrad, kann íslensku, hefur samið íslensk-rússneska orðabók og þýtt Njáls sögu“. Brá þá svo við að konan steinþagnaði. Þegar hún kvaddi, sagði hún kurteislega. „Þakka yður fyrir“. Valerij var orðinn nógu kunnugur þúunum og þérunum á Íslandi til að skilja, að með þessu vildi konan banda frá sér þessu rússakomp- aníi. Sagði hann þetta eina skiptið sem hann varð var við andúð í sinn garð meðan hann dvaldi á Fróni. „En kannski er það misskilningur hjá mér“, bætir hann við. Þetta gerist á nöprum árum kalda stríðsins meðan flestir íslenskir eins og aðrir vestrænir fjölmiðlar voru samtaka um að finna Sovétríkjunum flest til for- áttu, bæði með réttu og röngu. En eftir dauða Stalíns brá svo við að Íslandi var á margan hátt hampað í Sovét ríkjunum, einkum í bók menntum. Reyndar var þar tekinn upp þráður frá Norður landa- glans mynd sem var furðu áberandi í Rússlandi á 19. öld og allar götur fram að októberbyltingu. Ímynd hins hrausta og þolgóða norræna manns sem bregður sér hvorki við sár né bana, siglir opnum fleyjum um heimshöfin og ritar heims- bókmenntir milli slagsmálanna hitti rússneska skapgerð beint í hjartað. Árni Bergmann hefur gert þessu afar góð skil í tveim Skírnisgreinum og er hér með vísað til þeirra6. Þetta er baksvið þess lofs sem bæði Steblin-Kamenskij, Berkov og fleiri komast upp með að bera á borð fyrir landa sína um Ísland þótt landið væri í kapítalísku hernaðarbandalagi sem stefnt var gegn Sovétríkjunum. Valerij notaði ritfrelsi það sem fylgdi perestrojku til að skrifa um rússnesk
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.