Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Side 127

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Side 127
Í s l a n d s v i n a m i n n s t TMM 2011 · 3 127 Allar óperurnar 10 voru gleyptar af myndbandi, helst í góðra vina hópi, trú- bræðra. Hærra varð ekki komist í list- rænni eða tilfinningalegri upplifun, hér eftir ríkti aðeins Wagner einn. Verdi, Mozart og Puccini voru að sönnu ágæt- ir, en það var bara einn Wagner. Óperur Wagners voru sýndar um allan heim, en það var aðeins á einum stað þar sem Wagner og aðeins Wagner var sýndur, ekki bara í hæstu gæðum og af lengstri hefð, heldur í húsi hans sjálfs, sem hann og fjölskylda hans höfðu stjórnað frá upphafi. Þetta var í litlu þýsku borginni Bayreuth, sem var og er Mekka allra sannra Wagneraðdáenda. Gallinn var sá að þangað var nær óger- legt að komast, þ.e. að fá miða á sýning- ar Wagnerhátíðarinnar, sem stendur í aðeins 5 vikur á hverju sumri. Ég iðaði nú og brann í skinninu eftir að komast þangað, ekki síst eftir að ég las grein Árna Kristjánssonar um ferð hans þang- að árið 1968, en Árni var einn örfárra Íslendinga, sem höfðu orðið fyrir þeirri náð að komast á hátíðina í Bayreuth. Árið 1987 höguðu örlögin því svo til að ég varð ritstjóri Óperublaðsins. Um síðir kveikti ég á því að það gæti opnað mér ýmsar dyr. Til að gera langa sögu stutta þá skrifaði ég blaðamannastofu hátíðarinnar og óskaði eftir miðum á hátíðina sumarið 1990. Viti menn, mér var tekið opnum örmum og sendur boðsmiði á 2–3 sýningar. Ég fór á stað- inn hoppandi og faðmandi blaðastofu- fólkið, sem var víst vant öðruvísi krítí- kerum, en tóku mér þó vel og urðu vinir mínir. Um upplifum mína af hátíðinni hef ég áður ritað mikið, en það nægir að segja að ég hef ekki verið samur maður eftir. Skrýtnasti fundur allra tíma? Ég þaut út aftur ári síðar, ennþá hopp- andi glaður og aftur í vímu næstu mán- uði á eftir. Þetta spurðist út og Valgaður Egilsson, formaður Listahátíðar, sendi fulltrúa sinn með mér næsta ár til að reyna að ná í eins og eina Wagneróperu til Íslands á Listahátíð árið 1994. Ég kom nú enn einu sinni hoppandi inn á blaðastofuna og spurði hvort ég gæti ekki fengið að tala aðeins við Wolfgang Wagner um þetta smámál. Þau brostu fyrst að mér og sögðu að hann væri nú afar upptekinn á meðan á hátíðinni stæði, væri bæði að leikstýra sjálfur, halda utan um alla hátíðina, taka á móti höfðingjum, sem sæktu hátíðina heim o.s.frv. Það væri sem sé mjög lítill tími afgangs hjá honum einmitt á þessum tíma. Ég tók nú eitt viðbótarhopp samt og spurði hvort þau vildu ekki koma skilaboðum til hans um að tveir Íslend- ingar vildu gjarnan fá að hitta hann, þó ekki væri nema í aðeins augnablik. Mér var þá sagt að koma daginn eftir í hléi á sýningu, sem Wolfgang leikstýrði og ræða aftur við þau um þetta mál. Þegar ég kom þá sögðu þau það við mig enn hoppandi (það var ég sem hoppaði, Þjóðverjar hoppa mun minna): „Jú, Herr Wolfgang getur séð ykkur strax að sýn- ingu lokinni, en þið verðið þá að þjóta út úr salnum um leið og tjaldið fellur og fylgja leiðsögumanni eftir.“ Þessu var fylgt út í ystu æsar, eins og í leynilögreglusögu vorum við leidd um skuggalega afkima óperuhússins þar til við stóðum allt í einu á jaðri sjálfs aðal- sviðsins þar sem klapp og fagnaðaróp blönduðust háværum búhrópum eins og venjan er í Bayreuth. Sem betur fór var tjaldið á milli okkar og hinna æstu óperugesta, en gamli maðurinn, Wolf- gang sjálfur, steig brosandi fram á sviðið hvað eftir annað eins og hann hafði gert árum saman og kærði sig kollóttan um hvort á hann var púað eða klappað. En eins og gjarnan í leikhúsum, þá er tjaldið dregið frá og fyrir á meðan á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.