Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Síða 128

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Síða 128
Í s l a n d s v i n a m i n n s t 128 TMM 2011 · 3 uppklappi stendur og svo var einnig þetta kvöld. Það reyndist lausnin á vanda okkar. Þegar tjaldið var dregið fyrir í augnablik, stökk Wolfgang til okkar Íslendinganna, sem stóðu skjálf- andi á jaðrinum, og spurði: „Já, eruð þið frá Íslandi?“ Hljóp svo inn á sviðið og hneigði sig. Síðan út til okkar aftur og sagði: „En gaman að kynnast ykkur“. Aftur hneigt sig. Svo: „Já Ísland og Wag- ner, þar er tenging“. Hneigt sig. Aftur til okkar: „Já, það væri gaman að vera með í þessu“ og: „Endilega verið í sambandi“. Þar með féll tjaldið endanlega, þess- um undarlega fundi var lokið því Wolf- gang þurfti að sinna háæruverðugum gestum hátíðarinnar og okkur var vísað kurteislega til dyra. Wolfgang – Íslandsvinur Þetta varð upphafið að farsælum kynn- um mörg hundruð Íslandinga við verk Richards Wagner og hátíðina í Bayreuth. Fyrst með því að Wolfgang kom til Íslands og vann með Listahátíð í Reykja- vík að styttri útgáfu Niflungahringsins, sem aldrei hafði verið gerð í heiminum áður og vakti sýningin athygli um víða veröld. Á meðan á dvöl Wolfgangs á Íslandi stóð vegna frumsýningar á „Litla Hringnum“ spurði ég hann í bríaríi hvort ekki væri kominn tími á að Íslendingar fengju að heimsækja Bay- reuth fyrst Wagner hefði nú verið boðið til Íslands, en þá var um 7 ára biðtími eftir miðum í Bayreuth. Hann svaraði kankvís að bragði að ég skyldi bara skrifa sér og að hann myndi þá bjarga þessu. Úr þessu varð, – ég skrifaði og næsta sumar fengu um 30 Íslendingar miða á hátíðina í Bayreuth, allir á mínu nafni, eins og eftirleiðis. Íslendingar njóta sem sé enn í dag algerra forréttinda hvað varðar miðakaup í Bayreuth umfram allar aðrar þjóðir. Í kjölfar fyrstu ferðar- innar var stofnað Wagnerfélag á Íslandi, sem síðan hefur haldið úti blómlegri starfsemi, sem reis hæst við rannsóknir og útgáfu á bók Árna Björnssonar, Wagner og Völsungar (þýdd á ensku og þýsku) þar sem sýnt er fram á að Richard Wagner notaði enn meira af forn íslensku efni við gerð Niflungahringsins en áður hafði verið vitað, en verkið er umfangs- mesta og að margra mati eitt stórkostleg- asta listaverk, sem gert hefur verið. Wolfgang Wagner og Gudrunu konu hans hitti ég mörgum sinnum eftir þetta og voru þau mér og fjölskyldu minni ávallt mjög vinsamleg sem og þeim Íslendingum, sem sóttu hátíðina á mínum vegum, en Gudrun lést fyrir nokkrum árum, langt um aldur fram. Wolfgang og Bayreuth Eins og fyrr segir tók Wolfgang við stjórn Bayreuth-hátíðarinnar 1951, þá ásamt bróður sínum Wieland, sem féll frá 1966, og stjórnaði Wolfgang hátíð- inni einn eftir það allt til þess að hann lét hana í hendur dætra sinna, Evu og Katharinu, haustið 2007. Á undan hafði farið fram mikil barátta um völdin í Bayreuth, en eins og venjulega spilaði Wolfgang af kænsku úr sínum spilum. Setið var um hann úr öllum áttum, pressan hamaðist á honum, nánasta fjöl- skyldan fór af hjörunum, hnífar í bakið voru alls staðar. Wolfgang fékk þó að lokum þá lendingu sem hann óskaði og átti sannarlega skilið eftir að hafa sjálfur haldið merki hátíðarinnar hátt á lofti, bæði sem leikstjóri óperusýninga og sem stjórnandi hátíðarinnar um áratuga skeið. Við Íslendingar eigum honum mikið að þakka og nú bendir allt til þess að við munum enn um sinn njóta greiðasemi hans með því að fá forgang að miðum að þessari undursamlegu hátíð, sem haldin er á hverju sumri í Bayreuth.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.