Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 11

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 11
TMM 2012 · 1 11 „ … r a u n v e r u l e g l ý ð r æ ð i s l e g u m r æ ð a …“ umræðu áður en aðrar voru nýjar, og tók því kosningamiðaða viðhorfið við af því samræðumiðaða. Skýrsla stjórnlaganefndar Eins og áður sagði voru störf stjórnlagaráðs hluti af ákveðnu ferli sem hófst með skipan stjórnlaganefndar, síðan þjóðfundi og útgáfu skýrslu stjórn laga nefndar, en henni var ætlað að undirbúa málefnavinnu ráðsins. Skýrslan var afhent ráðinu við setningu þess og því mikilvægt vega nesti. Stjórnlaganefnd var ætlað að greina helstu ágreiningsefnin, undirbúa og draga fram helstu áherslur þjóðfundar og leggja fram hug- myndir að breytingum á stjórnarskránni fyrir stjórnlagaþing. Skýrsla stjórnlaganefndar er viðamikil og um margt merkileg. Ásamt umfangsmikilli gagnasöfnun nýttist sú skýrsla stjórnlagaráði afar vel og tóku ráðsmenn mikið mið af henni í störfum sínum. Óhætt er að fullyrða að útgangspunktur allra starfsnefndanna hafi verið skýrsla stjórnlaganefndar, þó í sumum tilfellum hafi verið gengið lengra en til- lögurnar gerðu ráð fyrir og í einhverjum tilfellum farið á nýjar slóðir. Eitt af álitaefnum í upphafi starfs stjórnlagaráðs var hvernig grunn- skjalið á vefnum, svokallað áfangaskjal ætti að líta út. Spurningin var hvort tillögur nefndanna ætti að setja fram sem breytingar út frá nú- gild andi stjórnarskrá á netsíðunni, eða hvort einfaldlega ætti að kynna nýjar tillögur. Um þetta voru að sjálfsögðu skiptar skoðanir. Fyrirmæli Alþingis um þetta efni voru ekki skýr, en þó segir í þingsályktuninni að verkefnið sé að gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins. Segja má að í skýrslu stjórnlaganefndar hafi komið fram ákveðin túlkun á þessu atriði. Í skýrslunni er núgildandi stjórnarskrá hvergi að finna í heildstæðri mynd. Nefndin setur fram tillögur að breytingum við margar greinar núgildandi stjórnarskrár og er þeim fylgt úr hlaði með lýsingu á um- ræðu innan nefndarinnar. Þessum valkostum er svo raðað saman í tvö heildstæð dæmi. Nefndin kynnti þannig fyrir stjórnlagaráði hug- myndir að tveimur nýjum stjórnarskrám en ekki endur skoðun á gömlu stjórnarskránni – a.m.k. ekki í framsetningu. Stjórnlagaráð bætti um betur með því að kynna sína útgáfu með frekari breytingum. Þá er einnig athyglisvert að þeim tveimur tillögum sem kynntar eru að stjórnarskrá í skýrslu stjórnlaganefndar er ekki fylgt úr hlaði með lýsingu á grunnhugmyndum þeirra – og ekki er gerð grein fyrir því að hvaða leyti þær eru ólíkar. Vitaskuld getur lesandi merkt muninn á þeim en það hefði að ósekju mátt gera grein fyrir þeim ólíku grunnhug-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.