Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 101
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2012 · 1 101
og bréfburðarmaður vitaskuld sendi-
boði orðanna. Það er því viðeigandi að
spyrða þá saman hann og strákinn því
strákurinn er ómeðvitað og af innri þörf
einnig sendiboði orða. Eins og vikið var
að hér í upphafi stjórna orðin lífi hans
og margra annarra sögupersóna nánast
með bókstaflegum hætti. Í síðustu bók-
inni, Hjarta mannsins, skrifar strákur-
inn til að mynda Andreu, vinkonu
þeirra Bárðar bréf sem verður til þess að
hún fer frá Pétri formanni. Strákurinn
áttar sig seint um síðir á eigin ábyrgð í
þessu sambandi því hann hafði alls ekki
hugsað út í hvað gæti orðið um hana í
kjölfarið, einungis að hún gæti kannski
fundið „lífið aftur“ (HE bls. 89). Einnig
skrifar hann bónorðsbréf til Rakelar,
ungrar verkakonu á eyrinni, og þarf
sjálfur að kljást við afleiðingar orð-
gnóttar sinnar sem hræðir stúlkuna svo
mjög að hún misskilur bréfið og tapar
annars óbugandi gleði sinni þar til
strákurinn hefur leyst málið og hún
þekkist bónorðið.
Bréf móður stráksins til hans sjálfs
sem höfundur dregur fram af og til í
frásögninni, fá aukið vægi eftir því sem
strákurinn les þau meira, sérstaklega í
Harmi englanna. Einnig í þessum bréf-
um er máttur orðanna margþættur og
mismunandi eftir því hver les og hve-
nær. Hann skilur loks að móðir hans sá
fyrir endalok sín og skrifaði honum með
það í huga. „Þetta voru þá bréf til fram-
tíðarinnar, til hans í þeirri framtíð sem
hún missir af, hún og Lilja. Áköf orð, en
mettuð sárum trega, bara svo fínlegum
að hann finnur hann varla. Þessi orð eru
bátar sem ferja líf hennar, Lilju og föður
hans, í átt frá gleymsku og algerum
dauða“ (HE bls. 78).
Snjórinn, harmur englanna, er hvítur
– en strákurinn er farinn að átta sig á
margbreytileika tilverunnar; veit sem er
að „sum orð hafa fleiri liti en regnbog-
inn“ (HE bls. 54). Hann skilur líka að
„orðin eru það eina sem tíminn virðist
ekki geta stigið léttilega yfir“ (HE bls.
82). Þau þola eyðileggingarmátt tímans.
Í Harmi englanna setur strákurinn
traust sitt á þessa vitneskju og hegðar
sér í samræmi við það. Jóni Kalman
tekst einstaklega vel upp við að afhjúpa
innra líf þessarar nafnlausu sögupers-
ónu sinnar í gegnum eilífar hugleiðingar
hans um orð; að tengja hana sálarlífi
þjóðarinnar og sögu. Honum tekst að
halda myndmálinu um orðin lifandi,
orðin eru í senn bjargvættur, (í þeim
skilningi að þau víkka veröldina svo um
munar) og ógn (sem getur drepið mann
ef maður gleymir sér um of líkt og
Bárður, eða verður úti við að koma þeim
til skila eins og póstarnir tveir, fyrir-
rennarar Jens). Orðin eru aukinheldur
undirstaða skáldskaparins sem þessi trí-
lógía fjallar öðrum þræði um, því „[s]
káldskapurinn er heimurinn á bak við
heiminn“ (HE bls. 123) eins og strákur-
inn útskýrir fyrir faktorsdótturinni
hrokafullu sem gerir lítið úr lærdómi og
bókaást Gísla skólastjóra í Plássinu.
Afstaða verksins gagnvart orðunum og
skáldskapnum er því hin sama og
stráksins, sem finnur sig knúinn til að
vera orðunum trúr og verja skáldskap-
inn. Því í honum felst mótvægið við
raunveruleikann, vonin í brjósti mann-
anna og sú hugljómun sem dregur þá
áfram.
Í kotunum sem þeir Jens leita skjóls í
á hrakningum sínum sér strákurinn
aðstæður sem minna hann á foreldra
hans, hörmuleg örlög þeirra og eigin
uppvöxt. Hann tekur að sér að miðla
bókum, koma orðum til skila, og þeir
Jens skilja eftir pappír svo börnin geti
notið þess ímyndaða heims er felst í
teikningum og stöfum á blaði. Bókaást
þjóðarinnar er þannig miðlæg í þessu
öðru bindi trílógíunnar, bækurnar og