Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 122
D ó m a r u m b æ k u r
122 TMM 2012 · 1
ham, aldrei allur þar sem hann er séður.
Enginn mun átta sig á honum svo vel sé.
Hann er ólíkindatól og afar óáreiðanleg-
ur sögumaður eins og fyrr var nefnt –
hvort sem hann talar um sjálfan sig eða
aðra. Enginn veit hvenær hann fer með
satt mál eða logið og stórýkjur eru fast
einkenni hugsunarháttar hans og stíls. Í
seinni hluta bókarinnar er hann til
dæmis sífellt að gera hlé á dómum
sínum um guð og menn til að segja frá
glæsilegum uppáferðum sem hann
stendur í um sama leyti og hann skrifar.
Af þeim að dæma vinnur hann án afláts
casanovísk afrek uppi á ungum strákum
jafnt og stútungskörlum á Reykjalundi,
en þar dvaldi hann síðustu átta ár
ævinnar, enda gamall berklasjúklingur.
Þennan tók hann þrjú hundruð sinnum,
hinn enn oftar og einatt oftar en einu
sinni í rykk. Kannski var Þórður „eró-
tóman“ (eða kynóður) eins og hann
sagði sjálfur – en hafi menn í huga að
þegar hér var komið sögu var Þórður
um og yfir sjötugt og var orðinn svo
þungur á sér, mæðinn og fótfúinn að
hann komst með erfiðismunum á milli
húsa ef hann átti leið í bæinn.
Meira höfum við að byggja á ef við
reynum að fiska upp úr textanum nokk-
ur grundvallarviðhorf hans til lífsins.
Mörg eru allrar virðingar verð, ekki skal
draga úr því. Við sjáum oftar en ekki, að
aðdáun hans eiga vísa manneskjur sem
„þola mikið mótlæti án þess að bogna
eða brotna“ (31). Síðar segir hann: „Mest
af öllu dáist ég að úthaldi mannsins í
baráttu hans við hörð, grimm og mis-
kunnarlaus örlög“ og bætir við þeirri
kenningu sem hann gerir að sinni að
„örlögin reynast okkur vel ef við tökum
þeim vel“ (81). Þetta er vissulega til-
brigði við exístensíalisma og svo
Nietzsche – amor fati heitir þessi afstaða
víst hjá honum. Svipaðrar ættar eru
vangaveltur Þórðar um að í grimmri
lífsbaráttu hans sjálfs hafi hann alltaf
„látið náttúruna ráða, en hún er hafin
uppyfir það sem menn kalla gott og illt“.
Handan við gott og illt, semsagt, Jen-
seits von Gut und Böse … Hér geta
vaknað áleitnar spurningar: sá sem er
handan við gott og illt setur sér reglur
sjálfur og þá er fjandinn laus eða hvað?
Nei – Þórður tekur kúrsinn burt frá
þeirri áhyggju með því að hylla náttúr-
una, sem í hans meðferð er í senn nátt-
úrulegt umhverfi okkar og þær hvatir
sem ráða mennsku framferði: „Ég elska
náttúruna í fegurð hennar, yndi og
blíðu, en tigna hana í ógnum hennar og
skelfingum. Mikið finnst mér það fólk
heimskt og takmarkað sem ekki getur
hrifist af dramatískum atburðum. Ég
fyrirlít þessar mannskepnur sem vilja að
mannlífið sé eintóm sætsúpa“ (81).
Ég skýt því að, að um þessi efni
áttum við bréfavinirnir samleið sem
kom fram í aðdáun á Dostojevskij.
Hinar miklu og hrikalegu stundir og
augnablik þegar allt hrynur, allt er glat-
að, sem meistarinn rússneski sífellt etur
persónum skáldsagna sinna út í til að
þær sýni allt sem í þeim býr, reyndust
mér heillandi viðfangsefni þegar ég var
við nám í rússneskum bókmenntum. Og
sömu þættir urðu til þess að Þórður
fyrir gaf Dostojevskij það að hann í
„grimmri baráttu fyrir tilverunni“ leit-
aði skjóls hjá Kristi og kirkju hans.
Hann sagði líka í einu bréfa sinna til
mín: „Menn þurfa ekki alltaf að vera
fábjánar þótt þeir séu trúhneigðir.“4
Í sömu lotu talar Þórður, eins og oft
fyrr og síðar, um það að hann hafi glímt
við tilveruna með því að fremja „óslitna
röð af glæpum“ sem hann þó ekki iðrist
því „án þeirra hefði ég gefist upp og
orðið að ræfli og aumingja“ (81). Hér er
þó ekki öll sagan sögð. Þórður hefur
fundið sér lífsviðhorf sem á að réttlæta
ómælda „frekju og ófyrirleitni“ sem